Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 07:50 Danska lögreglan notaðist meðal annars við sérútbúinn bíl sem býr yfir tækni sem á að geta truflað óviðkomandi dróna við rannsókn málsins. EPA/Steven Knap Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Lokað var fyrir alla flugumferð til og frá Kastrup í fjóra klukkutíma í fyrrakvöld þar sem nokkrir stórir drónar voru á sveimi við flugvöllinn. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki, hvaðan drónarnir komu eða hvert þeir fóru. Sambærileg uppákoma átti sér stað við Gardemoen flugvell í Osló síðar sama kvöld og er það mál einnig óupplýst. Peter Ernstved Rasmussen, sérfræðingur á sviði varnarmála, segir við TV 2 að atburðurinn veki ugg. „Við erum heimskir nýgræðingar,“ segir Rasmussen inntur eftir viðbrögðum. Að hvorki herinn né Kaupmannahafnarflugvöllur búi yfir viðbragðsgetu sem feli í sér að hægt sé að fanga eða skjóta drónana niður undirstrikar að hans mati að Danir hafi aldrei tekið ógn af þessum toga alvarlega. „Hvað ætlum við að gera þann dag sem þetta verður að alvöru? Ég er í áfalli. Þetta raunverulega angrar mig,“ segir Rasmussen sem skefur ekkert utan af því. „Þetta er galið. Þeir hefðu getað skotið niður á jörðu líkt og við höfum séð í Úkraínu. Danmörk er engan veginn í stakk búin til að bregðast við nokkurri ógn af þessum toga, og ég hef áhyggjur íbúa landsins vegna.“ Löggjöf og verkaskipting þurfi að vera skýrari DR greinir einnig frá því í morgun að ný lög, sem ætlað er að skýra heimildir og gera það auðvelda að stöðva dróna í grennd við mikilvæga innviði á borð við brýr, flugvelli og borpalla, hafi verið á leiðinni í yfir tvö ár. Fleiri sérfræðingar á sviði flugmála hafi kallað eftir því í framhaldi af uppákomunni í fyrrakvöld að ríkisstjórnin grípi til aðgerða strax og afgreið nýja löggjöf sem veiti flugvöllum heimild til að skjóta niður ólöglega dróna. „Það er algjörlega skýrt að það er ólöglegt, það sem er í gangi, og þess vegna þarf að bregðast við með viðeigandi hætti. Þessum drónum á að kippa niður úr loftinu eins fljótt og auðið er,“ segir til að mynda Jeppe Rungholm, framkvæmdastjóri flugfélagsins DAT. Verði að vera hægt að taka drónana niður Þau svör fengust frá dönsku lögreglunni í gær að það hafi verið talið of áhættusamt að skjóta drónana niður þar sem það gæti skapast hætta þegar vélar fullar af farþegum, fjölmenn flugstöð, eldfimt eldsneyti og íbúðabyggð er í grenndinni. Þessi ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni frá því í gær. „Við sjáum að það eru einhver öfl sem vilja gera okkur illt. Þess vegna er þarft að kynnt verði áætlun eins fljót og auðið er,“ segir Mathias Milling, samgöngufulltrúi hjá DI, samtökum iðnaðarins í Danmörku. Hann kallar eftir skýrari reglum um það hvaða stjórnvaldsstofnanir eigi að gera hvað þegar drónum er flogið nærri mikilvægum innviðum, til að unnt sé að tryggja skjót og örugg viðbrögð. Í svörum Thomas Danielsen samgönguráðherra til DR heitir hann því að málið verði afgreitt hratt. Áætlun geri ráð fyrir að málið verði lagt fram í næsta mánuði og taki gildi 1. janúar næstkomandi. Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Lokað var fyrir alla flugumferð til og frá Kastrup í fjóra klukkutíma í fyrrakvöld þar sem nokkrir stórir drónar voru á sveimi við flugvöllinn. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki, hvaðan drónarnir komu eða hvert þeir fóru. Sambærileg uppákoma átti sér stað við Gardemoen flugvell í Osló síðar sama kvöld og er það mál einnig óupplýst. Peter Ernstved Rasmussen, sérfræðingur á sviði varnarmála, segir við TV 2 að atburðurinn veki ugg. „Við erum heimskir nýgræðingar,“ segir Rasmussen inntur eftir viðbrögðum. Að hvorki herinn né Kaupmannahafnarflugvöllur búi yfir viðbragðsgetu sem feli í sér að hægt sé að fanga eða skjóta drónana niður undirstrikar að hans mati að Danir hafi aldrei tekið ógn af þessum toga alvarlega. „Hvað ætlum við að gera þann dag sem þetta verður að alvöru? Ég er í áfalli. Þetta raunverulega angrar mig,“ segir Rasmussen sem skefur ekkert utan af því. „Þetta er galið. Þeir hefðu getað skotið niður á jörðu líkt og við höfum séð í Úkraínu. Danmörk er engan veginn í stakk búin til að bregðast við nokkurri ógn af þessum toga, og ég hef áhyggjur íbúa landsins vegna.“ Löggjöf og verkaskipting þurfi að vera skýrari DR greinir einnig frá því í morgun að ný lög, sem ætlað er að skýra heimildir og gera það auðvelda að stöðva dróna í grennd við mikilvæga innviði á borð við brýr, flugvelli og borpalla, hafi verið á leiðinni í yfir tvö ár. Fleiri sérfræðingar á sviði flugmála hafi kallað eftir því í framhaldi af uppákomunni í fyrrakvöld að ríkisstjórnin grípi til aðgerða strax og afgreið nýja löggjöf sem veiti flugvöllum heimild til að skjóta niður ólöglega dróna. „Það er algjörlega skýrt að það er ólöglegt, það sem er í gangi, og þess vegna þarf að bregðast við með viðeigandi hætti. Þessum drónum á að kippa niður úr loftinu eins fljótt og auðið er,“ segir til að mynda Jeppe Rungholm, framkvæmdastjóri flugfélagsins DAT. Verði að vera hægt að taka drónana niður Þau svör fengust frá dönsku lögreglunni í gær að það hafi verið talið of áhættusamt að skjóta drónana niður þar sem það gæti skapast hætta þegar vélar fullar af farþegum, fjölmenn flugstöð, eldfimt eldsneyti og íbúðabyggð er í grenndinni. Þessi ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni frá því í gær. „Við sjáum að það eru einhver öfl sem vilja gera okkur illt. Þess vegna er þarft að kynnt verði áætlun eins fljót og auðið er,“ segir Mathias Milling, samgöngufulltrúi hjá DI, samtökum iðnaðarins í Danmörku. Hann kallar eftir skýrari reglum um það hvaða stjórnvaldsstofnanir eigi að gera hvað þegar drónum er flogið nærri mikilvægum innviðum, til að unnt sé að tryggja skjót og örugg viðbrögð. Í svörum Thomas Danielsen samgönguráðherra til DR heitir hann því að málið verði afgreitt hratt. Áætlun geri ráð fyrir að málið verði lagt fram í næsta mánuði og taki gildi 1. janúar næstkomandi.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira