„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22.4.2021 14:15
Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. 22.4.2021 11:38
Sautján greindust innanlands og átta ekki í sóttkví Alls greindust sautján með covid-19 innanlands í gær og voru átta þeirra ekki í sóttkví. Alls voru tekin 1.923 sýni og er tala yfir nýgengi smita nú 29,2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 22.4.2021 10:52
Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi liggur fyrir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, og Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum, leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn þar sem fyrsti listi flokksins er kynntur í heild sinni. 22.4.2021 09:15
Metfjöldi tilfella á heimsvísu og skortur á súrefni á Indlandi Hátt í 315 þúsund greindust með covid-19 á Indlandi síðasta sólarhringinn, sem er metfjöldi á einum degi, ekki aðeins á Indlandi heldur í heiminum öllum. Þá létust 2.104 úr covid-19 á Indlandi í gær sem er einnig met í fjölda dauðsfalla á einum degi í landinu. 22.4.2021 08:55
Barði fórnarlamb sitt í lærið með kylfu Tilkynnt var um líkamsárás á Granda um klukkan átta í gærkvöldi þar sem árásarmaður hafði lamið fórnarlamb sitt með kylfu í lærið og flúið af vettvangi. Árásarþoli gat ekki stigið í fótinn og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árásarmaðurinn fannst um þremur tímum síðar og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. 22.4.2021 07:52
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22.4.2021 07:10
Grænlendingar afnema fjöldatakmarkanir Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á Grænlandi í gær þar sem gripið er til töluverðra afléttinga. 20.4.2021 08:01
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19.4.2021 22:46
Enginn undir stýri í Teslu sem hafnaði á tré með þeim afleiðingum að tveir létust Tvær bandarískar stofnanir fara með rannsókn vegna banaslyss sem varð í Texas um helgina þar sem grunur leikur á að enginn hafi verið undir stýri í sjálfkeyrandi Teslu sem hafnaði utan vegar með þeim afleiðingum að tveir létust. 19.4.2021 22:13