Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. september 2025 12:22 Charlie Kirk, bandamaður Donalds Trump. AP/John Locher Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Þetta kom fram í máli Trump í viðtali við Fox News í dag. „Ég held við séum með hann,“ sagði Trump meðal annars og bætti við að einhver nákominn manninum hafi gefið upplýsingar sem komið hafi honum í hendur yfirvalda, að því er fram kemur í umfjöllun Sky News þar sem vitnað er í viðtalið á Fox. Það hafi verið faðir byssumannsins sem hafi sannfært hann um að gefa sig fram við lögreglu. „Ég held með nokkuð mikilli vissu að við séum með hann í haldi. Hann er í haldi. Allir stóðu sig frábærlega í starfi, svæðislögregla og ríkisstjórinn,“ er haft eftir Trump. Viðkomandi sé nú í haldi í höfuðstöðvum lögreglu. Molar úr viðtalinu við Trump hafa verið að birtast jafnt og þétt í erlendum miðlum, en Trump hefur síðan sett fyrirvara við upplýsingarnar um hinn grunaða. Þær þurfi að staðfesta og gæti verið að verði leiðréttar. Áður hafði Kash Patel, yfirmaður bandarísku Alríkislögreglunnar sjálfur farið út með upplýsingar um að hinn grunaði væri í haldi sem síðan reyndust ekki réttar. Fréttastofa NBC hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að hinn grunaði sé hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, íbúi í Utah. Trump hafði áður sagst telja að maðurinn væri 28 eða 29 ára gamall, þó með fyrirvara. Blaðamannafundur að hefjast New York Times segir í sinni umfjöllun að ónefndur embættismaður innan lögreglunnar hafi staðfest að það sé rétt sem fram kom í máli Trump í viðtalinu að búið sé að handsama hinn grunaða. Ekki verði þó greint frá nafni hins grunaða að svo stöddu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem þess má vænta að frekari upplýsingar komi fram. Fundurinn er sagður eiga að hefjast klukkan 13 að íslenskum tíma. Útsendingu AP frá fundinum má sjá hér þegar fundur hefst: Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstakling sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Samkvæmt texta sem fylgdi myndskeiðinu segir að grunaði hafi klifrað upp á þakið um klukkan tólf á hádegi en myndskeiðið sýni hann stökkva af þakinu og ganga á brott eftir að „hann skaut og myrti Charlie Kirk“ um tuttugu mínútum síðar. Sjá einnig: Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Trump hrósaði í hástert öllum þeim laganna vörðum sem tekið hafi þátt í þeirri miklu vinnu sem hafi farið fram við að reyna að hafa hendur í hári hins grunaða. „Veistu, að ná einhverjum þar sem þú byrjar með ekkert í höndunum, og við byrjuðum með eina klippu sem lét hann líta út eins og maur, sem var nánast ónothæft,“ sagði Trump. „Það er mjög magnað, þegar þú byrjar bara með það en svo allt í einu verðuru heppinn, eða hæfileikaríkur, eða hvað sem það er.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Trump í viðtali við Fox News í dag. „Ég held við séum með hann,“ sagði Trump meðal annars og bætti við að einhver nákominn manninum hafi gefið upplýsingar sem komið hafi honum í hendur yfirvalda, að því er fram kemur í umfjöllun Sky News þar sem vitnað er í viðtalið á Fox. Það hafi verið faðir byssumannsins sem hafi sannfært hann um að gefa sig fram við lögreglu. „Ég held með nokkuð mikilli vissu að við séum með hann í haldi. Hann er í haldi. Allir stóðu sig frábærlega í starfi, svæðislögregla og ríkisstjórinn,“ er haft eftir Trump. Viðkomandi sé nú í haldi í höfuðstöðvum lögreglu. Molar úr viðtalinu við Trump hafa verið að birtast jafnt og þétt í erlendum miðlum, en Trump hefur síðan sett fyrirvara við upplýsingarnar um hinn grunaða. Þær þurfi að staðfesta og gæti verið að verði leiðréttar. Áður hafði Kash Patel, yfirmaður bandarísku Alríkislögreglunnar sjálfur farið út með upplýsingar um að hinn grunaði væri í haldi sem síðan reyndust ekki réttar. Fréttastofa NBC hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að hinn grunaði sé hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, íbúi í Utah. Trump hafði áður sagst telja að maðurinn væri 28 eða 29 ára gamall, þó með fyrirvara. Blaðamannafundur að hefjast New York Times segir í sinni umfjöllun að ónefndur embættismaður innan lögreglunnar hafi staðfest að það sé rétt sem fram kom í máli Trump í viðtalinu að búið sé að handsama hinn grunaða. Ekki verði þó greint frá nafni hins grunaða að svo stöddu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem þess má vænta að frekari upplýsingar komi fram. Fundurinn er sagður eiga að hefjast klukkan 13 að íslenskum tíma. Útsendingu AP frá fundinum má sjá hér þegar fundur hefst: Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstakling sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Samkvæmt texta sem fylgdi myndskeiðinu segir að grunaði hafi klifrað upp á þakið um klukkan tólf á hádegi en myndskeiðið sýni hann stökkva af þakinu og ganga á brott eftir að „hann skaut og myrti Charlie Kirk“ um tuttugu mínútum síðar. Sjá einnig: Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Trump hrósaði í hástert öllum þeim laganna vörðum sem tekið hafi þátt í þeirri miklu vinnu sem hafi farið fram við að reyna að hafa hendur í hári hins grunaða. „Veistu, að ná einhverjum þar sem þú byrjar með ekkert í höndunum, og við byrjuðum með eina klippu sem lét hann líta út eins og maur, sem var nánast ónothæft,“ sagði Trump. „Það er mjög magnað, þegar þú byrjar bara með það en svo allt í einu verðuru heppinn, eða hæfileikaríkur, eða hvað sem það er.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira