Fréttamaður

Elísabet Hanna

Nýjustu greinar eftir höfund

Með nælu og hatt til heiðurs langömmu

Mæðgurnar Katrín prinsessa af Wales og Karlotta heiðruðu minningu Elísabetar II Bretadrottningar við útför hennar í dag með skartgripavali sínu. Útförin fór fram í West­minster Abbey í Lundúnum og var henni streymt hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa eiga von á öðru barni

Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, eiga von á sínu öðru barni í febrúar á næsta ári. Fyrir eiga þau tveggja ára dreng. Albert spilar með liðinu Genoa á Ítal­íu þar sem fjölskyldan er búsett.

Stjörnulífið: Eddan, kynjaboð og hundrað mílur

Eddan átti hug og hjörtu landsmanna á sunnudagskvöldið þar sem verðlaun voru veitt fyrir íslenskt sjónvarpsefni. Ítalía heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður hjá ferðaþyrstum Íslendingum og listamenn vinna að nýju efni fyrir veturinn. 

Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld.

TikTok stjarna sem ólst upp í Latabæ og elskar Ísland

Leikkonan Chloe Lang kom til Íslands þegar hún var aðeins níu ára gömul til þess að taka við hlutverki Sollu Stirðu í Latabæ. Í dag býr hún í New York, er orðin TikTok stjarna, elskar Ísland og kemur reglulega í heimsókn.

„Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“

Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragn­ari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn.

Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue

Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020.

„Simmi kominn með kærustu“

Sig­mar Vil­hjálms­son er kominn með kærustu, ef marka má nýjasta hlaðvarpsþáttinn af 70 mínútum. Hugi Hall­dórs­son meðstjórnandi hans greindi upphaflega frá þessum gleðifréttum.

Sjá meira