

Fréttamaður
Elísabet Inga Sigurðardóttir
Elísabet Inga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Fíkniefni á samfélagsmiðlum og bílakaup verðandi forseta
Sífellt fleiri fíkniefnasalar selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum og bjóðast jafnvel til að keyra efnin heim til fólks. Fimm eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að nota slíkar söluaðferðir. Yfirlögregluþjónn segir málið umfangsmikið en næstum tuttugu kíló af efnum fundust við húsleit.

Milljarðs tap Play og götulist í Hafnarfirði
Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu.

„Það er svolítill vælukjóatónn í honum“
Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær.

Hættustig almannavarna og sögulegt ávarp Netanjahú
Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til.

Verðbólga eykst og áfram rigning í kortunum
Verðbólga tók nokkuð óvæntan kipp upp á við í júlí. Hagfræðingur telur það geta haft talsverð áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, sem verður kynnt í ágúst.

„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“
Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu.

Dæmi um meintan hagsmunaárekstur við mat á sakhæfi
Dæmi eru um að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga.

Bæjarstjóri um Carbfix og vonskuveður um hásumar
Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið.

Pínleg mistök Biden og móðurlausir þrastarungar í fóstri
Þeim þingmönnum Demókrataflokksins fjölgar sem kalla eftir því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, stígi til hliðar í forsetakosningum. Hann segist ekki ætla fet þrátt fyrir pínleg mistök á blaðamannafundi í gær og slæma frammistöðu í kappræðum.

Ferðast frá Taívan til að sækja landsmót á Úlfljótsvatni
Tvö þúsund Skátar leggja leið sína á Úlfljótsvan um helgina þar sem Landsmót Skáta fer fram. Ferðalangar koma meðal annars frá Hong Kong og Taívan og ætla ekki að láta rigninguna á sig fá.