Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það er ótrúlegt að menn ætli að reyna að nota þegar umsamin atriði til að láta nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins líta betur út að sögn formanns Eflingar, sem segir samninginn alls ekki niðurstöðu sem Efling geti sætt sig við. Efling muni beita þeim vopnum sem félagið býr yfir til að knýja fram góða samninga fyrir sitt fólk. Við fjöllum um málið og ræðum við forseta ASÍ í beinni útsendingu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Segir báða aðila hafa gert veru­legar mála­miðlanir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað.

Hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning

Nú leggur vöffluangan um húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni, því þar var verið að skrifa undir kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.

Um þrjá­tíu heil­brigðis­starfs­menn kallaðir á vakt vegna slyssins

Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð.

„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum

Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir.

Sjá meira