Reiknar með að fallið verði frá sölunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2023 18:35 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Sara Líklegt er að ákvörðun um sölu á TF-SIF verði dregin til baka að sögn dómsmálaráðherra, sem fagnar viðbrögðum við fjárskorti Landhelgisgæslunnar. Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“ Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Stendur það til, að draga þessa ákvörðun til baka? „Já ég reikna með því að við munum gera það. Mér sýnist stemningin vera þannig og ég fagna því mjög. Það er ekki léttvægt að taka slíka ákvörðun sem við þurftum að taka. Þessar tillögur komu frá Landhelgisgæslunni og voru teknar í samráði við hana. Nú hafa þær aðstæður skapast að vilji er til að mæta því sem upp á vantar til að geta haldið óbreyttum rekstri á næsta ári og ég fagna því mjög ef að það gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Koma muni í ljós á næstu dögum hvernig málið fari. Auknar fjárheimildir þurfi Hann segir að gæslan verði að fá auknar fjárheimildir. „Salan á þessari vél hefði auðvitað alltaf verið háð endanlegu samþykki Alþingis af því að við höfum enga heimild til að selja hana án samþykkis Alþingis og stemningin er þannig sem betur fer að menn vilja þá frekar leita annarra lausna og við fögnum því.“ Var þetta bragð frá upphafi til að fá auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar? Að tilkynna sölu á vélinni vitandi að viðbrögð yrðu mikil? „Nei það var ekkert trikk í því. Staðreyndir máls liggja fyrir og það verður að segja þær og mæta þeim eins og þær eru. Viðbrögð við því verða einhver og þetta gæti orðið niðurstaðan. Á sama tíma teljum við að leita þurfi hagræðingar í rekstri.“ En hvers vegna þarf svona sölutilkynningu til að ríkisstjórnin bregðist við og átti sig á stöðunni? Er ekkert samtal hjá ríkisstjórninni um þessi mál. Hvers vegna koma þessi viðbrögð fram núna? „Jú jú, það hefur átt sér stað samtal og það má segja að þegar upplýsingarnar lágu fyrir við fjárlagagerðina að við fengum 600 milljón króna framlag til viðbótar frá ríkisstjórninni og þinginu inn í reksturinn á þessu ári. Á þeim tíma taldi ég að það myndi duga til að halda óbreyttum rekstri þó að ég vissi að yrði um þröngt skorið. Þetta er um 800 milljónum minna en við höfðum farið fram á. Svo þegar við fórum að liggja yfir þeim tölum þá var ljóst að við urðum að grípa til frekari ráðstafana. „Ákvörðunin var að fara þessa leið, hún var talin skaða minnst þó ekki skaðlaus. Við vorum sammála um það forystumenn Landhelgisgæslunnar og starfsfólk ráðuneytis að þetta væri leiðin sem væri skynsamlegt að fara. Hún er tilkynnt með minnisblaði og viðbrögðin ekki látið á sér standa. Nú erum við stödd hér að vilji virðist vera til að bregðast við þessu með öðrum hætti og ég fagna því.“
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira