Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26.10.2022 22:33
Vill ekki leyfa sveitarfélögum að rukka ökumenn á nagladekkjum Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. 26.10.2022 20:00
Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26.10.2022 11:57
Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17.10.2022 20:01
Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17.10.2022 12:00
Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. 16.10.2022 22:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu á nokkrum stöðum í miðbænum í gærkvöldi. 16.10.2022 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna upp innan nefndarinnar. 16.10.2022 11:46
Gular viðvaranir enn í gildi og vegir lokaðir Gular viðvaranir eru enn i gildi á Vestfjörðum og nær öllu Norðanverðu landinu vegna hvassviðris og ofankomu. 16.10.2022 09:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni. Við sýnum frá samstöðufundi sem fram fór í dag. 15.10.2022 17:55