Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25.7.2021 17:04
Engan áhuga á að prófa að hleypa veirunni inn á krabbameinsdeildir Yfirlæknir á Landspítalanum segir það vonbrigði hve illa bólusetningin virðist hemja veiruna meðal fólks þó að bólusetningin dragi verulega úr alvarlegum veikindum. 25.7.2021 14:20
Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. 25.7.2021 12:25
Skiptar skoðanir um nýjar sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Már Kristjánsson yfirlæknir á Landspítalanum munu skiptast á skoðunum um ráðstafanir vegna nýrrar bylgju Covidsmita í Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. 25.7.2021 09:59
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23.7.2021 16:08
Tuttugu og átta börn í eftirliti á Covid-göngudeild Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, fjórtán í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví. 23.7.2021 14:11
Innkalla forsteikt smælki með rósmarín Hollt og Gott ehf. og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa innkallað forsteikt smælki með rósmarín. 23.7.2021 13:06
Neysla Íslendinga meiri en fyrir Covid-19 faraldurinn Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda. 23.7.2021 10:28
„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22.7.2021 17:10
Hraðhleðslustöðvar settar upp við verslanir Samkaupa Samkaup hefur opnað fyrstu rafhleðslustöðina við verslun Nettó í Borgarnesi. Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt. 22.7.2021 13:34