Neysla Íslendinga meiri en fyrir Covid-19 faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2021 10:28 Neyslan er orðin meiri en fyrir faraldurinn. Getty Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda. Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“ Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“
Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur