Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. 3.5.2023 16:05
Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. 3.5.2023 14:26
Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3.5.2023 14:04
Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. 3.5.2023 13:27
Segjast ekki vera par þrátt fyrir rómantíska kvöldstund á MET Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, og leikarinn Bill Nighy hafa hafnað því að vera par. Sögusagnir þess efnis hafa flogið í hæstu hæðum eftir að þau gengu saman rauða dregilinn á Met Gala á mánudag. 3.5.2023 12:54
Játaði að hafa tekið við illa fengnum 7.100 evrum Albönsk kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið við 7.100 evrum af óþekktum aðila og ætlað að ferðast með þær til Póllands. Konan var sakfelld fyrir peningaþvætti en fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekki hafi dulist að peningurinn hafi verið ávinningur refsiverðra brota. 3.5.2023 10:41
Kristín tekur við fræðslustjórn og Elfa nýr deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka. Greint var frá því í morgun að Björn Berg Gunnarsson, sem hefur starfað við bankann í sextán ár, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu, hafi látið af störfum. 2.5.2023 14:45
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2.5.2023 14:31
Ákærður fyrir að hafa stungið mann ítrekað með skærum Á fimmtudaginn í næstu viku hefst aðalmeðferð í máli karlmanns, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi. Maðurinn er meðal annars sagður hafa stungið annan ítrekað í líkamann með skærum. 2.5.2023 13:21
Ákærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta á barni sínu Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Vesturlands 16. maí næstkomandi í máli karlmanns sem er ákærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta kynferðislega á syni hennar og sýna ákærða það í gegnum farsíma. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins. 2.5.2023 11:11