Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf á Bylgjunni.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Þrjú hundruð ísraelsmenn og jafn margir Palestínumenn hafa látist frá því að stríð hófst í gærmorgun. Rétt verður við utanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem segist hafa þungar áhyggjur af framvindu stríðsins.

Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi.

Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði rétt eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×