Tæplega hundrað fluttir af gossvæðinu vegna meiðsla eftir að eldgos hófst Gosórói mælist minni en áður við Meradali og hraunrennsli sömuleiðis. Það nemur nú um fjórum rúmmetrum á sekúndu. Nýtt hraun hefur haldist innan Meradala en gæti með tímanum farið yfir slóða sem viðbragðsaðilar hafa notað til að komast á gosstöðvarnar. 20.8.2022 08:21
Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 20.8.2022 08:06
Gul viðvörun með rigningu og roki Gul veðurviðvörun er í gildi á Breiðafirði, Vestfjörður, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna úrhellisrigningar og hvassviðris. 20.8.2022 07:35
Eldur brann í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í nótt Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishúss í hverfi 104 í Reykjavík síðdegis í gær og slökkvilið kallað út. Rjúfa þurfti þak til að komast í glæðurnar. Ekki er ljóst hversu umfangsmiklar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans. 20.8.2022 07:21
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18.8.2022 14:42
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18.8.2022 13:17
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18.8.2022 09:58
Pop Idol stjarnan Darius látinn rétt rúmlega fertugur Söngvarinn og leikarinn Darius Campbell Danesh er látinn aðeins 41 árs gamall. Danesh skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum síðan. 16.8.2022 17:01
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16.8.2022 15:32
Í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um brot gegn tveimur konum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en grunur er um að maðurinn hafi brotið á tveimur konum í aðskildum málum um verslunarmannahelgina. 16.8.2022 14:16