Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 08:32 Fullt af nýju efni er á leiðinni á Disney+. Skjáskot Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. Disney heldur um helgina D23, kynningarviðburð fyrir allt sitt efni. Í gær voru bæði verkefni Lucasfilm, sem framleiðir Star Wars, og Marvel kynnt fyrir almenningi. Andor Andor er væntanlegt eftir bara tíu daga. Í þessari síðustu stiklu sem var frumsýnd í gær má sjá Cassian Andor koma sér í vægast sagt vafasamar aðstæður á meðan hann reyndir að leggja uppreisnarmönnnum lið. Þættirnir fjalla um ævintýri Andors í aðdraganda þeirra atburða sem sýndir voru í Rogue One. Þriðja sería The Mandalorian Þriðja sería hinna geysivinsælu þátta The Mandalorian er á leiðinni. Sjá má í stiklunni að Mando og Grogu ná aftur saman... loksins. Tales of the Jedi Já, þessir teiknimyndaþættir sem fjalla eins og nafnið gefur til kynna um ævintýri Jedi-reglunnar verða frumsýndir 26. október. Þann dag koma þrír fyrstu þættirnir inn en serían verður í heildina sex þættir. Í þáttunum fylgjumst við með Jedum Jedi úr forsöguþríleiknum, hluta I-III, en Count Dooku og Ahsoka Tano verða áberandi. Squid Game stjarna í aðalhlutverki Annað sem tilkynnt var að sé á leiðinni er önnur sería af The Bad Batch, sem fjallar um hóp klóna í kjölfar atburða Clone Wars. Þá sýndi Lucasfilm fyrstu myndina úr þáttunum Ashoka, sem fjalla um hina geysivinsælu Sabine. Þættirnir verða leiknir og Natasha Liu mun fara með aðalhlutverkið. ¡Primera imagen de Star Wars: Ahsoka! pic.twitter.com/tY2RySNVAh— Agente de Marvel #D23Expo #SecretInvasion (@AgentedeMarvel_) September 10, 2022 Þá hefur Lee Jung-jae, sem gerði garðinn frægan í Squid Game, verið ráðinn í verkefni hjá Lucasfilm en hanmun fara með aðalhlutverkið í þáttunum The Acolyte, sem eru væntanlegir á næsta ári. Fram kemur í lýsingu þáttanna á imdb að í þáttunum sjáum við leyndardóma og hina sístækkandi myrku hlið sem fram kemur á lokadögum High Republic. Bíó og sjónvarp Disney Star Wars Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Disney heldur um helgina D23, kynningarviðburð fyrir allt sitt efni. Í gær voru bæði verkefni Lucasfilm, sem framleiðir Star Wars, og Marvel kynnt fyrir almenningi. Andor Andor er væntanlegt eftir bara tíu daga. Í þessari síðustu stiklu sem var frumsýnd í gær má sjá Cassian Andor koma sér í vægast sagt vafasamar aðstæður á meðan hann reyndir að leggja uppreisnarmönnnum lið. Þættirnir fjalla um ævintýri Andors í aðdraganda þeirra atburða sem sýndir voru í Rogue One. Þriðja sería The Mandalorian Þriðja sería hinna geysivinsælu þátta The Mandalorian er á leiðinni. Sjá má í stiklunni að Mando og Grogu ná aftur saman... loksins. Tales of the Jedi Já, þessir teiknimyndaþættir sem fjalla eins og nafnið gefur til kynna um ævintýri Jedi-reglunnar verða frumsýndir 26. október. Þann dag koma þrír fyrstu þættirnir inn en serían verður í heildina sex þættir. Í þáttunum fylgjumst við með Jedum Jedi úr forsöguþríleiknum, hluta I-III, en Count Dooku og Ahsoka Tano verða áberandi. Squid Game stjarna í aðalhlutverki Annað sem tilkynnt var að sé á leiðinni er önnur sería af The Bad Batch, sem fjallar um hóp klóna í kjölfar atburða Clone Wars. Þá sýndi Lucasfilm fyrstu myndina úr þáttunum Ashoka, sem fjalla um hina geysivinsælu Sabine. Þættirnir verða leiknir og Natasha Liu mun fara með aðalhlutverkið. ¡Primera imagen de Star Wars: Ahsoka! pic.twitter.com/tY2RySNVAh— Agente de Marvel #D23Expo #SecretInvasion (@AgentedeMarvel_) September 10, 2022 Þá hefur Lee Jung-jae, sem gerði garðinn frægan í Squid Game, verið ráðinn í verkefni hjá Lucasfilm en hanmun fara með aðalhlutverkið í þáttunum The Acolyte, sem eru væntanlegir á næsta ári. Fram kemur í lýsingu þáttanna á imdb að í þáttunum sjáum við leyndardóma og hina sístækkandi myrku hlið sem fram kemur á lokadögum High Republic.
Bíó og sjónvarp Disney Star Wars Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira