Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum

Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu í kvöld á Austurlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu vegna snjókomu og hvassviðris. Viðvörunin er í gildi þar til á hádegi á morgun.

Boncyan gefur út ábreiðu af Þorparanum fyrir Versló

Hljómsveitin Boncyan hefur gefið út ábreiðu af Þorparanum hans Pálma Gunnarssonar, svona rétt fyrir Verslunarmannahelgi. Sveitina skipa þremenningarnir Tom Hannay, frá Bretlandi, Janus Rasmussen og Sakaris Emil Joensen sem eru frá Færeyjum. 

Handtekinn á húkkaraballi fyrir að ráðast á lögguna

Einn var handtekinn á hinu árlega húkkaraballi í Vestmannaeyjum í gær. Lögregla hafði ætlað að hafa af honum afskipti en hann veittist að lögreglumönnunum og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í kjölfarið.

Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár

Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti.

Verð­bólga á evru­svæðinu aldrei verið meiri

Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 

Ára­tugur vafa­samra um­mæla grafi undan trausti fólks á kerfinu

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug.

Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal

Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí.

Innkalla Albani Mosaic IPA vegna sprengjuhættu

ÁTVR og Disa ehf. hafa sent út innköllunarboð fyrir bjórinn Albani Mosaic IPA, með 5,7% vínanda, í 330 ml áldós. Hætta er á að dósin geti bólgnað út og sprungið. Innköllunin miðast einungis við birgðir vörunnar sem merktar eru best fyrir dagsetningunni 11/05/2023 sem sjá má á botni dósarinnar.

Sjá meira