Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. 25.10.2023 12:28
Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. 25.10.2023 10:15
Segja brotið á réttindum rúmenskra starfsmanna Rafiðnaðarsamband Íslands segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna hjá verktakafyrirtæki á Suðurlandi með því að afhenda þeim ekki launaseðla. Rúmensku starfsmennirnir hafi þannig ekki vitað hvað þeir höfðu í laun fyrir eða eftir skatta. 25.10.2023 08:40
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25.10.2023 08:26
Radcliffe framleiðir heimildarmynd um lamaðan áhættuleikara sinn Leikarinn Daniel Radcliffe framleiðir nú heimildarmynd um manninn sem lék öll áhættuatriði hans og lamaðist á setti við tökur á Harry Potter kvikmyndinni Deathly Hallows: Part 1. 25.10.2023 08:17
Nokkrir vinnustaðir sem ekki leyfa þátttöku í kvennafrídeginum Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni. 23.10.2023 14:52
Birta myndband af Íslendingi ráðast á leigubílstjóra í Japan Myndband hefur verið birt af því þegar íslenskur karlmaður réðst á leigubílstjóra í Osaka í Japan síðastliðinn þriðjudag. Íslenski maðurinn, sem er sagður 24 ára gamall og heita Oliver, var handtekinn vegna árásarinnar á laugardag. 23.10.2023 13:28
Sektuð um 3,5 milljón vegna rafrænnar vöktunar á gistiaðstöðu stúlkna Persónuvernd hefur ákveðið að sekta Íþrótta- og sýningarhöllina hf. um 3,5 milljónir króna vegna eftirlitsmyndavéla í Laugardalshöll. Segir í úrskurði að brotið hafi verið á persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. 23.10.2023 12:49
Íslendingur handtekinn fyrir líkamsárás í Osaka Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í Osaka í Japan grunaður um að hafa ráðist á leigubílstjóra á sextugsaldri eftir að hann neitaði að greiða fargjald. Utanríkisráðuneytið hefur vitneskju um málið. 23.10.2023 10:13
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23.10.2023 09:09