„Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2024 15:01 Róbert segir enga stjórn hægt að hafa á bílum þegar ekið er niður brekkuna í hálku eins og þeirra sem sést á myndinni. Vísir Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. „Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“ Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“
Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum