Verðlagning margra skráðra félaga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“ Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“ 2.11.2023 18:20
Gagnrýnir lífeyrissjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“ 1.11.2023 15:48
Gagnrýna að sjálfstæðir háskólar fái umtalsvert minna en opinberir háskólar Samtök iðnaðarins gagnrýna að sjálfstæðir háskólar fái mun minna en 75 prósent af þeirri fjárhæðir sem ríkið greiðir til opinberra háskóla fyrir sama árangur í kennslu, rannsóknum og samfélagshlutverki. Hlutfallið er lægra en 75 prósent, sem háskólaráðuneytið hefur sagt að sjálfstæðu háskólarnir fái, því húsnæðiskostnaður er haldið fyrir utan nýtt reiknilíkan. 31.10.2023 12:30
Verðmat Icelandair næstum tvöfalt hærra en markaðsverð eftir gengislækkun Markaðsvirði Icelandair hefur fallið um 35 prósent frá síðasta verðmati Jakobsson Capital og þar til nýtt var birt fyrir helgi. Nú verðmetur greinandi flugfélagið 89 prósent hærra en markaðurinn. Verð á þotueldsneyti hefur lækkað um tíu prósent frá því að Icelandair gaf út afkomuviðvörun sína um miðjan september vegna hærra verðs á olíu, segir í hlutabréfagreiningu. 30.10.2023 18:48
HS Orka jók hlutafé um 5,6 milljarða til að kaupa virkjanir af tveimur fjárfestum Hlutafé HS Orku var aukið um 5,6 milljarða króna til að fjármagna kaup á tveimur vatnsaflsvirkjunum í Seyðisfirði en viðskiptin voru „að stærstum hluta“ fjármögnuð með eiginfjárframlagi frá hluthöfum orkuframleiðandans. Seljandi var Kjölur fjárfestingarfélag, sem er í eigu tveggja manna, en það seldi hlut sinn í GreenQloud fyrir um tvo milljarða króna árið 2017. Eigendur Kjalar stofnuðu skemmtistaðinn Sportkaffi rétt fyrir aldamót. 30.10.2023 14:55
„Við erum ekki að taka meiri áhættu,“ er sagt um hraustlegan vöxt Varðar Iðgjöld Varðar, tryggingafélags Arion banka, jukust um 18,6 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Stjórnendur segja að vöxturinn stafi ekki af aukinni áhættutöku heldur sé verið að dreifa áhættu með því að stækka á meðal fyrirtækja. Áður hafi áherslan verið á einstaklinga. 27.10.2023 15:48
Erlend fjármálafyrirtæki ná aukinni markaðshlutdeild í gjaldeyrislánum Uppgjör Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum greinenda. Bankastjóri bankans upplýsti að erlend fjármálafyrirtæki hafi aukið við markaðshlutdeild sína í útlánum í erlendum gjaldeyri til fyrirtækja hérlendis í ljósi hærri kostnaðar hjá íslenskum bönkum. Hann taldi að lífeyrissjóðir myndu auka við markaðshlutdeild sína í verðtryggðum húsnæðislánum. Bankinn hafi umtalsvert fé aflögu til að greiða til fjárfesta eða nýta í vöxt sem annars dragi úr arðsemi hans. 27.10.2023 13:41
Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri. 26.10.2023 14:24
Erlendir greinendur lækka verðmat á Marel en Berenberg mælir með kaupum Erlendir greinendur hafa lækkað verðmat sitt á Marel eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs sem olli mörgum vonbrigðum en sumir benda á að minnkandi kostnaður gefi til kynna að undirliggjandi rekstur sé að batna. Hlutabréfaverð Marels, sem er komið á sömu slóðir og snemma árs 2018, hefur fallið um sjö prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum. 25.10.2023 14:30
Markaðurinn verið í „fýlu í langan tíma“ og vanmetinn um 37 prósent Að meðaltali eru félögin sem Jakobsson Capital fylgir vanmetin um 36,5 prósent. „Markaðurinn er búinn að vera í gríðarlegri fýlu í langan tíma,“ segir í hlutabréfagreiningu. „Ólíklegt er að Seðlabankinn hækki vexti mikið meira“ en ósennilegt þykir að hlutabréfamarkaðurinn „taki mikið við sér áður en vextir lækka á ný.“ 24.10.2023 12:04