„Áhyggjur varaseðlabankastjóra eru óþarfar ef útgjaldareglu verður komið á“ Áhyggjur varaseðlabankastjóra um að mikil aukning tekna ríkissjóðs umfram áætlanir fari sjálfkrafa í meiri útgjöld, sem hún vill leysa með sérstakri tekjureglu, eru „óþarfar“ ef þess í stað verður tekin upp útgjaldaregla í lögum um opinber fjármál, að sögn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Rannsóknir hafa sýnt að frumástæða hallarekstrar ríkissjóða sé framúrkeyrsla á útgjaldahlið en ekki skortur á tekjum. 23.10.2023 14:18
Síldarvinnslan betur í stakk búin fyrir loðnubrest en drekkri horfur eru í útgerð Engin loðnuúthlutun hefði haft mun verri afleiðingar fyrir Síldarvinnsluna fyrir tveimur til þremur árum. Útgerðin hefur dreift áhættu í rekstrinum með því að auka bolfiskveiðar, segir í hlutabréfagreiningu. 20.10.2023 15:27
Forstjóri Haga hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðslu Teikn eru á lofti um að hægt hefur á verðhækkunum á innfluttri dagvöru, segir forstjóri Haga, en hann hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðsluvöru. 19.10.2023 15:01
Þurfum að læra af vandræðum Breta sem kæfðu hlutabréfamarkaðinn Við þurfum að læra af vandræðum Breta sem gengur illa að fjármagn vöxt fyrirtækja þar í landi því það er búið að kæfa innlenda hlutabréfamarkaðinn. Í draumaheimi gætu íslenskir lífeyrissjóðir eflaust fjárfest meira og minna erlendis og á móti flæddi erlent fjármagn inn í íslenskt atvinnulíf. Því miður er það ekki þannig. Litla Ísland lendir yfirleitt neðarlega á forgangslista erlendra fjárfesta þótt það séu vissulega jákvæð teikn á lofti í þeim efnum, segir framkvæmdastjóri hjá Kauphöllinni. 18.10.2023 17:33
Væri til bóta að stjórnvöld taki upp tekjureglu þegar það „rignir inn krónum“ Varaseðlabankastjóri kallar eftir því að stjórnvöld bæti við sérstakri tekjureglu í lög um opinber fjármál. Ef það „rignir inn krónum“ í ríkiskassann, meira en gert var ráð fyrir, þarf að gæta þess að þeim verði ekki öllum varið í aukin útgjöld. 17.10.2023 15:41
Ölgerðin hefur „vaxandi áhyggjur“ af erfiðleikum veitingahúsa Farið er að bera á erfiðleikum í rekstri veitingahúsa. „Við höfum vaxandi áhyggjur af því,“ sagði forstjóri Ölgerðarinnar á fundi með fjárfestum. Hann nefndi að það hefði ekki í för með sér „stór fjárhagsleg áföll“ fyrir fyrirtækið og fjárhagur Ölgerðarinnar réði vel við slík vandræði. Einnig var rætt um að vatn væri gullnáma og koffíndrykkir seljist í fyrsta skipti betur en kóladrykkir í stórmörkuðum. 13.10.2023 13:49
Veitingastaðir í „mjög erfiðri stöðu“ og óttast er að gjaldþrotum fjölgi Launahlutfall veitingastaða hefur farið hratt hækkandi. Á fyrstu mánuðum ársins var það komið yfir 50 prósent hjá mörgum veitingastöðum en lækkaði í maí og júní þegar umsvifin jukust samhliða auknum ferðamannastraumi og betra veðri, samkvæmt launakönnun Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir greinina „í mjög erfiðri stöðu“ sem hvorki verkalýðshreyfingin né stjórnvöld sýni skilning á, hefur áhyggjur af því að gjaldþrotum muni fjölga og aðrir veitingastaðir muni stytta opnunartíma sinn og fækka störfum. 12.10.2023 15:11
Þjóðverjar vilja að minni fyrirtæki geti sleppt grænni upplýsingagjöf Samtök atvinnulífsins segja að það sé mikilvægt að ganga ekki lengra en þörf krefji við innleiðingu á upplýsinaggjöf Evrópusambandsins tengda sjálfbærni og skerða þannig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Þýskaland vinnur að því að þúsundir minni og meðalstórra fyrirtækja þar í landi muni ekki þurfa að gangast undir regluverkið. 11.10.2023 07:42
Indó sparisjóður metinn á 2,1 milljarð króna Indó sparisjóður var metinn á 2,1 milljarð króna við síðustu áramót í ársreikningi fjárfestingafélagsins Iceland Venture Studios sem Bala Kamallakharan fer fyrir. Eignasafn félagsins, sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum, er metið á um 800 milljónir. 9.10.2023 16:36
„Kreppuhundur“ gelti ekki á Breta heldur sýndi hagkerfið viðnámsþrótt Breska hagkerfið hefur sýnt meiri viðnámsþrótt en búist var við. „Þessi kreppuhundur sem fólk bjóst við að myndi gelta hefur þagað,“ segir hagfræðingur Kviku Securities í Bretlandi. Það skýrist annars vegar af því að verðbólguvandi hafi verið rangt greindur og hins vegar að hagkerfið var vel í stakk búið að standa af sér áföll. 6.10.2023 13:47