Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir stærsti hluthafinn Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir forsvarsmaður Brimgarða, stærsta hluthafa Eikar. Verðbréfafyrirtæki sem unnu fyrir Eik telja að hluthafar fasteignafélagsins eigi að fá stærri hlut í sameinuðu félagi en Reginn bauð í morgun. 14.9.2023 14:00
Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka. 13.9.2023 15:43
Eyrir færði sprotafjárfestingar niður um milljarða eftir erfitt ár á mörkuðum Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð. 13.9.2023 12:01
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa fleiri fasteignir í Vestmannaeyjum Kaldalón seldi eignarhaldsfélaginu JAE, sem meðal annars er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, nokkrar fasteignir í Vestmannaeyjum sem nýttar hafa verið í ferðaþjónustu: íbúðahótel, fjögur einbýlishús við golfvöll og tvær lúxusíbúðir við bryggjuna, samkvæmt heimildum Innherja. 11.9.2023 16:14
IFS lækkar verðmat Marels um tíu prósent en mælir með að halda bréfunum IFS greining lækkaði verðmat sitt á Marel um tíu prósent frá fyrra mati og ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum fyrirtækisins. Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi hélt áfram að valda vonbrigðum. Helsti vandi Marels er kostnaðarstjórnun, segir í greiningu. 8.9.2023 14:03
„Við eigum talsvert af tekjum inni,“ segir forstjóri Kaldalóns Kaldalón mun ekki afla nýs hlutafjár samhliða skráningu á Aðallista Kauphallarinnar miðað við markaðsvirði félagsins í dag. „Það er alveg skýrt. Það mun þó ráðast af markaðsaðstæðum á þeim tíma sem félagið færir sig yfir hvort sótt verður nýtt hlutafé og hve mikið,“ segir forstjóri fasteignafélagsins. 8.9.2023 11:16
Landsbankinn með 300 milljón evra útgáfu eftir að hafa setið af sér „storminn“ Landsbankinn lauk í gær sölu í fyrsta sinn frá nóvember 2021 á ótryggðum almennum skuldabréfum í evrum. Fjármálamarkaðir hafa verið þungir á undanförnum misserum en aðgengi og fjármagnskjör hafa batnað mikið á undanförnum mánuðum, segir framkvæmdastjóri hjá bankanum. 6.9.2023 13:01
Þeir sem velji aukið frelsi í viðbótarlífeyrissparnaði beri aukinn kostnað Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða og sjóðastýringar fagna því að fjármála- og efnahagsráðherra sé að skoða leiðir til að auka valfrelsi fólks í viðbótarlífeyrissparnaði. Breytingar geta aukið áhuga fólks á fjárfestingum og lífeyrissparnaði. Sjóðfélagar sem vilja meira frelsi við að stýra sínum viðbótarsparnaði þurfa væntanlega að bera af því meiri kostnað en sjóðfélagar í hefðbundnum ávöxtunarleiðum. 6.9.2023 07:00
Nefnd sem hefur „eftirlit með eftirlitinu“ ekki starfrækt frá árinu 2020 Ráðgjafarnefnd um eftirlitsreglur hefur ekki verið starfandi frá árinu 2020. „Samkvæmt lögum um opinberar eftirlitsreglur, sem sett voru árið 1999, á þessi nefnd að hafa eftirlit með eftirlitinu,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5.9.2023 13:04
Samþætting Mørenot „mun vinnast hraðar en við bjuggumst við“ Það „mun vinnast hraðar en við bjuggumst við“ að samþætta rekstur Hampiðjunnar við norska félagið Mørenot, segir forstjóri Hampiðjunnar. 4.9.2023 13:39