Áhætta Solid Clouds „snarminnkað“ frá síðasta hlutafjárútboði Við ætlum að nýta hlutafé sem unnið er að safna til að skrúfa frá krananum þegar kemur að markaðsstarfi, segir forstjóri tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds. 2.9.2023 10:28
Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. 1.9.2023 11:38
Greinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir lélega upplýsingagjöf við sekt FME Hlutabréfagreinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir að hafa ekki upplýst markaðinn fyrr hve alvarlegum augum Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) leit brot bankans í tengslum við sölu á eigin bréfum. Þá hefði Jakobsson Capital lagt aukið álag á ávöxtunarkröfu Íslandsbanka – sem stuðlar að lægra verðmati – við upphaf árs. 31.8.2023 16:22
Sameinað félag Regins og Eikar gæti greitt 5 til 6 milljarða í arð Sameinað fasteignafélag Regins og Eikar ætti að geta greitt 5 til 6 milljarða króna í arð á ári eða 6,3-7,6 prósent af markaðsvirði, sagði forstjóri Regins og benti á að um væri að ræða breytingu á uppleggi varðandi samrunann. Arðgreiðslurnar væru verðtryggðar því leigusamningar væru að stofni til verðtryggðir. 31.8.2023 13:01
Forstjóri Kviku mun ekki hafa frumkvæði að sameiningu við stóran banka Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna. 31.8.2023 07:06
Sænskur vísisjóður tekur þátt í ríflega 300 milljóna fjármögnun Snerpu Power Sprotafyrirtækið Snerpa Power sótti 2,2 milljónir evra, eða sem nemur 314 milljónum króna, í sinni fyrstu fjármögnunarlotu sem lauk dögunum. Vísisjóðirnir Crowberry Capital og hinn sænski BackingMinds leiddu fjármögnunina. 30.8.2023 12:32
Vaðlaheiðagöng töpuðu 1,3 milljarði vegna hárra fjármagnsgjalda Há fjármagnsgjöld leiddu til þess að Vaðlaheiðargöng voru rekin með miklu tapi í fyrra. Félagið þarf að greiða að lágmarki tvisvar á ári allt laust fé umfram 50 milljónir króna inn á verðbættan höfuðstól láns, samkvæmt viðauka við lánasamning sem gerður var síðasta sumar þegar fjárhagur þess var endurskipulagður og eignarhaldið færðist nær alfarið í hendur ríkisins. 28.8.2023 15:01
Vöxtur Verne hraðari en búist var við og leita því til fjárfesta Gagnaverið Verne Global vex hraðar en gert var ráð fyrir við kaup breska innviðasjóðsins Digital 9 haustið 2021. Þess vegna er félagið að leita til fjárfesta (e. capital sources) til að fjármagna frekari vöxt fyrr en áætlað var, segir forstjóri Verne Global. 25.8.2023 18:08
Seðlabankinn telur að atvinnuleysi aukist í 4,4 prósent á tveimur árum Vísbendingar eru um að hægja muni á vinnuaflseftirspurn næsta misserið. Niðurstöður sumarkönnunar Gallup benda til þess að dregið hafi úr ráðningaráformum fyrirtækja en að þau séu þó enn yfir meðallagi, segir í Peningamálum Seðlabankans. 23.8.2023 14:37
Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23.8.2023 11:20