Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rekstrarhagnaður Marels verður sá lægsti í átta ár

Rekstur Marels verður ekki „sérlega glæsilegur“ í ár. Það stefnir í að rekstrarhagnaður fyrirtækisins verði sá lægsti síðan árið 2015. Verðmat Jakobsson Capital á Marel lækkaði aftur í kjölfar uppgjörs annars fjórðungs, nú um átta prósentum í evrum talið. 

Rík­ast­i Finn­inn, sjóð­ur Paul Gett­ys og Seq­u­o­i­a fjárfestu í vísisjóði Ara og Davíðs

Á meðal fjárfesta í vísisjóði á sviði loftlagsmála sem bræðurnir Ari og Davíð Helgasynir stofnuðu eru J. Paul Getty Trust, ríkasti maður Finnlands og stofnandi finnska leikjafyrirtækisins Supercell sem gaf meðal annars út Clash of Clans. Að auki fjárfesti vísisjóður á vegum Sequoia Capital, einu þekktasta fjárfestingafélagi í heimi þegar kemur að styðja við nýsköpunarfélög, í Transition.

Ari Helg­a­son: Fjár­fest­ing­ar vís­i­sjóð­a í loft­lags­tækn­i far­ið hratt vax­and­i

Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition.

Sér­tæk­ir skatt­ar á ís­lensk­a bank­a þrisv­ar sinn­um hærr­i en hval­rek­a­skatt­ur Ítal­a

Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.

Raf­mynt­a­sjóð­ur­inn Visk­a með 23 prós­ent­a á­vöxt­un á fyrst­a starfs­ár­i

Ávöxtun rafmyntasjóðsins Visku nam 23 prósent á fyrsta starfsári sínu sem lauk í júní. „Það hefur sýnt sig að varfærin nálgun okkar og stífar kröfur gagnvart mótaðilum eru að skila árangri,“ segja stjórnendur sjóðsins. Fjölmargir rafmyntasjóðir hafi lent illa í því síðastliðið ár og hætt starfsemi í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna. „Að okkar mati er það versta yfirstaðið og útlitið fyrir næstu ár er afar spennandi.“

Virð­is­breyt­ing hífð­i upp af­kom­u Ís­lands­bank­a en tekj­ur und­ir vænt­ing­um

Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi.

Eftir tím­­a­b­il hæg­­a­­gangs hjá Mar­­el hef­ur kom­ið kröft­­ug­­ur vöxt­­ur

Fjóra ársfjórðunga í röð hafa pantanir verið með minna móti (e. soft) hjá Marel. Það gerðist síðast árið 2009 að pantanir voru ekki ýkja miklar fjóra fjórðunga í röð. Í kjölfarið jukust pantanir um 21 prósent á tólf mánuðum. Pantanir voru dræmar þrjá fjórðunga í röð á árunum 2013-2014. Að þeim tíma liðnum jukust pantanir líka mikið á næstu tólf mánuðum, upplýsti forstjóri Marels á afkomufundi með fjárfestum.

Sjá meira