Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3.3.2025 08:37
Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. 3.3.2025 07:11
Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt þar sem starfsmenn höfðu komið að manni inni á afgirtu svæði í Hafnarfirði. 3.3.2025 06:39
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3.3.2025 06:28
Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. 28.2.2025 11:15
Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vandar Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Sakar hann blöðin um lygar og kallar þau „falsfréttamiðla“. 28.2.2025 10:46
„Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Barátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum hefur verið drengileg, segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur. 28.2.2025 09:12
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur fram yfir helgi. Á fundinum verður nýr formaður kjörinn og nýr varaformaður. 28.2.2025 07:25
Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. 28.2.2025 06:59
Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. 27.2.2025 10:10