Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Fjórtán létust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í gær. Sprengingar heyrðust í borginni og nokkrir eldar kviknuðu í kjölfarið, meðal annars í íbúðabyggingum í nokkrum hverfum og í heilbrigðisstofnun í Holosiivskyi. 4.7.2025 06:40
Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda ökumanna í umferðinni í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna of hraðs aksturs og fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. 4.7.2025 06:20
Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. 3.7.2025 12:39
Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu vegna lokunar þjónustumiðstöðvar Sjúkratrygginga á föstudögum. 3.7.2025 10:54
Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Fjölda flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsaðgerða í Frakklandi en áhrifin eru sögð munu teygja sig víðar um Evrópu. Ryanair hefur aflýst 170 flugferðum, sem munu hafa áhrif á um 30 þúsund farþega, að sögn félagsins. 3.7.2025 10:33
Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnvöld í ríkinu Kerala á Indlandi hafa neyðst til að verja þá ákvörðun sína að hefja Zúmba kennslu í skólum, eftir mótmæli ýmissa trúarhópa. 3.7.2025 08:23
„Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. 3.7.2025 07:21
Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. 3.7.2025 06:57
Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Barn á hjóli slasaðist lítillega í Hafnarfirði í gær þegar ekið var á það. Þá var maður handtekinn fyrir að ganga berserksgang í sveitarfélaginu og einstaklingi í annarlegu ástandi vísað burtu af veitingastað. 3.7.2025 06:22
Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. 2.7.2025 11:41