Reykjavík Marketing sektað vegna fullyrðinga um vörur frá Lifewave Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Reykjavík Marketing fyrir ósannaðar fullyrðingar um vörur seldar undir merkinu Lifewave, að því er fram kemur á vefsíðu stofnunarinnar. 5.6.2024 13:26
Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. 5.6.2024 12:18
Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. 5.6.2024 07:55
Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5.6.2024 07:05
Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. 5.6.2024 06:38
Líkamsárás, innbrot og vesen á stigagöngum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum málum í gærkvöldi og nótt en í mörgum tilvikum var um að ræða ölvaða einstaklinga eða aðra sem voru að vera til vandræða. 5.6.2024 06:18
Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. 4.6.2024 11:53
Nýtt bóluefni gegn sortuæxlum helmingar líkur á endurkomu Nýtt mRNA bóluefni gegn sortuæxlum, sem er sérsniðið að hverjum sjúklingi fyrir sig, helmingar líkurnar á dauða og endurkomu krabbameinsins. 4.6.2024 11:29
Milljarða sekt fyrir illa meðferð á hundum Fyrirtækið Envigo RMS LLC hefur verið sektað um 35 milljónir dala, jafnvirði 4,8 milljarða króna, eftir að 4.000 Beagle-hundum var bjargað á ræktunarstöð í Virginíu árið 2022. 4.6.2024 08:01
Fjórir látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Þýskalands Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, heimsótti bæinn Reichertshofen í gær en að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir mikil flóð í Bæjaralandi. Kanslarinn segir hörmungarnar til marks um nauðsyn þess að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. 4.6.2024 07:42