Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins. 20.1.2022 17:31
Fyrirtækjalánin að færast úr bönkunum til fjárfesta og lífeyrissjóða Á sama tíma og afar lítill vöxtur hefur verið í útlánum bankakerfisins til fyrirtækja um nokkurt skeið hefur atvinnulífið í auknum mæli verið að sækja sér fjármögnun til annars konar lánveitenda. 18.1.2022 13:08
Ráðherra skipi sjö manna stjórn yfir Landspítalanum Heilbrigðisráðherra mun skipa sjö manna stjórn yfir Landspítalanum til tveggja ára í senn en í henni þurfa meðal annars að vera tveir stjórnarmenn með sérþekkingu á rekstri og áætlanagerð. 17.1.2022 10:08
Grænar fjárfestingar ekki pólitískari eða umdeildari en margt annað Lífeyrissjóðurinn Birta telur að aukin áhersla á grænar fjárfestingar á komandi árum, sem fellur undir þau UFS-viðmið sem sjóðurinn hefur sett sér í fjárfestingarstefnu sinni, geti skilað sjóðsfélögum betri ávöxtun til lengri tíma litið. Sjóðurinn stefnir að því að um átta prósent af eignasafni hans verði í slíkum fjárfestingum fyrir árslok 2030. Það er um þrisvar sinnum hærra hlutfall en er í dag. 17.1.2022 07:01
Seðlabankinn kynnir varanlegan lausafjárglugga fyrir fjármálafyrirtæki Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að koma á fót lausafjárglugga sem fjármálastofnanir sem eiga í viðskiptum við bankann geta haft aðgang að til að bregðast við óvæntri og tímabundinni lausafjárþörf sem gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika. 16.1.2022 17:01
Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum minnka áherslu á ríkisbréfakaup Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) og Birta lífeyrissjóður stefna báðir að því að draga úr vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni sínu á árinu 2022 en á sama tíma áformar LIVE, sem er næst stærsti lífeyrissjóður landsins, að auka hlutfall innlendra hlutabréfa sitt um liðlega fjórðung á milli ára. 14.1.2022 09:13
Átta prósent eignasafns Birtu verði í grænum fjárfestingum fyrir 2030 Lífeyrissjóðurinn Birta hefur sett sér það markmið að um átta prósent af eignasafni sjóðsins verði í grænum fjárfestingum fyrir lok árs 2030. Ekki verði hins vegar veittur afsláttur af arðsemismarkmiði sjóðsins við val á slíkum fjárfestingum. 13.1.2022 12:30
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13.1.2022 10:35
Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata Framtakssjóðurinn VEX I ásamt öðrum fjárfestum hafa gert bindandi samkomulag um kaup á allt að helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata. Það er í dag að fullu í eigu starfsmanna sem munu áfram leiða frekari uppbyggingu félagsins. 13.1.2022 08:25
Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel. 12.1.2022 17:48