Aðeins fimm prósent nýrra íbúðalána á breytilegum vöxtum Heimilin hafa nánast alfarið sagt skilið við að taka íbúðalán á breytilegum vöxtum samtímis aukinni verðbólgu og væntingum um enn frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á komandi misserum. 22.12.2021 11:06
Fjármögnun innviðasjóðs sem hyggst koma að kaupunum á Mílu að klárast Nýr framtakssjóður sem mun horfa til fjárfestingatækifæra í innviðum á Íslandi á komandi árum verður að öllum líkindum um tíu milljarðar króna að stærð til að byrja með. 21.12.2021 13:12
Fyrrverandi seðlabankastjóri skoðar leiðir til að auka svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fer nú fyrir vinnu á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem miðar að því að greina hvaða leiðir séu helst færar til að rýmka heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga erlendis eins og sumir þeirra hafa kallað mjög eftir. 20.12.2021 15:29
Síminn segir „fjarstæðukennt“ að ríkið fái heimild til að láta kaup ganga til baka Síminn gagnrýnir harðlega þær breytingar sem eru lagðar til á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri í frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi en fjarskiptarisinn segir þær varasamar fyrir ásýnd Íslands gagnvart erlendum fjárfestum. 20.12.2021 11:31
Gjörbyltu gömlu ríkisfyrirtæki og fengu gott verð fyrir Jón Sigurðsson, sem leiðir eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, var valinn viðskiptamaður ársins á Viðskiptaverðlaunum Innherja 2021 fyrir stöðuga verðmætaaukningu í íslensku atvinnulífi með áhrifafjárfestingum Stoða. Þetta er verðmætaaukning sem verður ekki til af sjálfu sér heldur með úthugsaðri stefnumótun áður en Stoðir kaupa sig inn í félög. 16.12.2021 13:31
Ráðuneytisstjóri sagði sig úr stjórn LSR eftir þrýsting frá Seðlabankanum Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sagði sig úr stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fyrr á árinu eftir að Seðlabanki Íslands hafði gert margvíslegar athugasemdir við stjórnarsetu starfsmanna ráðuneytisins, einkum æðstu stjórnenda þess, í tveimur lífeyrissjóðum. 14.12.2021 07:01
Markaðsvirði Controlant nálgast óðum 100 milljarða Ekkert lát er á verðhækkunum á gengi óskráðra hlutabréfa íslenska hátæknifyrirtækisins Controlant, sem hefur meðal annars verið í lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 fyrir lyfjarisann Pfizer, en markaðsvirði félagsins hefur hækkað um nærri fimmfalt á aðeins um einu ári. 10.12.2021 07:01
Fossar markaðir að verða fjárfestingabanki Íslenska verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir eru að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og stefna nú að því að verða fjárfestingabanki. Samkvæmt heimildum Innherja skilaði félagið þannig nýlega inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki. 9.12.2021 08:22
Þjóðarsjóður Kúveit kominn með um tveggja milljarða hlut í Arion Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, hefur nýlega aukið verulega við eignarhlut sinn í Arion banka og nemur markaðsvirði bréfa sjóðsins í bankanum nú um tveimur milljörðum króna. 8.12.2021 19:19
Ætla að sækja allt að 10 milljarða fyrir skráningu í Svíþjóð eða Bandaríkjunum Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis vinnur nú að því að sækja sér samtals um 40 til 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5 til rúmlega 10 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áform félagsins um skráningu á hlutabréfamarkað í Svíþjóð eða Bandaríkjunum snemma á næsta ári. 7.12.2021 07:01