Þórlindur verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra Þórlindur Kjartansson, sem hefur starfað undanfarið sem ráðgjafi og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, verður aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur í utanríkisráðuneytinu. 6.12.2021 16:44
Heimilt að selja hvenær sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð Bankasýslunni, sem heldur utan um 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, er heimilt að selja hlutabréf sín í bankanum hvort heldur sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð til fagfjárfesta hvenær sem er eftir að tímabili sölubanns lýkur síðar í þessum mánuði. 6.12.2021 07:00
Konráð ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis Konráð S. Guðjónsson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðinn til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka. 3.12.2021 15:16
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2.12.2021 15:19
Ekki augljóst að fjárlögin muni styðja við lágt vaxtastig Það er ekki augljóst að rekstur ríkissjóðs á næstunni, eins og hann birtist í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær, muni leggjast sérstaklega á sveif með að styðja við peningastefnu Seðlabanka Íslands í því skyni að viðhalda lægri vöxtum en ella. 1.12.2021 07:01
Kvika ekki tapað krónu á uppgjöri vegna framvirkra samninga Kvika hefur ekki þurft að taka á sig neitt fjárhagslegt högg vegna uppgjörs á framvirkum samningum sem bankinn hefur gert á undanförnum árum í tengslum við verðbréfaviðskipti hjá viðskiptavinum. 30.11.2021 20:32
Stoðir fjárfesta í evrópsku SPAC-félagi sem var skráð á markað í Hollandi Fjárfestingafélagið Stoðir var á meðal evrópskra hornsteinsfjárfesta sem komu að fjármögnun á nýju sérhæfðu yfirtökufélagi (e. SPAC), undir nafninu SPEAR Investments I, sem sótti sér 175 milljónir evra, jafnvirði um 26 milljarða íslenskra króna, í hlutafjárútboði sem kláraðist fyrr í þessum mánuði. Í kjölfarið var félagið skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam þann 11. nóvember síðastliðinn. 30.11.2021 07:00
Vogunarsjóðir Akta skilað nærri 200 prósenta ávöxtun á einu ári Tveir vogunarsjóðir í rekstri Akta, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í skuldabréfum og hlutabréfum margfalt, hafa skilað sjóðsfélögum sínum nálægt 200 prósenta ávöxtun á undanförnum tólf mánuðum. 29.11.2021 07:01
Lítið svigrúm fyrir verðhækkanir ef Play ætlar að ná viðunandi nýtingarhlutfalli Miðað við upphaflegar áætlanir Play virðast flugfargjöld ætla að vera lítillega lægri og nýtingarhlutfall flugsæta lægra. Þannig var meðalverð flugfargjalda um 111 Bandaríkjadalir á þriðja ársfjórðungi þegar verð flugsæta er hvað hæst en flugfélagið hafði stefnt á heldur hærra verð í áætlunum sínum þegar félagið fór af stað í sumar. 27.11.2021 14:00
Stærsti hluthafinn selur um þriðjung bréfa sinna í Kviku banka Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur verið stærsti hluthafi Kviku frá því undir lok síðasta árs, hefur á innan við tveimur vikum minnkað hlut sinn í bankanum um næstum þriðjung. 25.11.2021 07:01