Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á óþekktum slóðum

Seðlabankanum er augljóslega vandi á höndum. Of lítil vaxtahækkun á vaxtaákvörðunarfundi næstkomandi miðvikudag – án efa þeim mikilvægasta frá því að Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra – gæti grafið verulega undan trúverðugleika bankans í augum markaðsaðila um að honum sé alvara um að ná böndum á verðbólgunni.

Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum

Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær.

Stærsti hluthafinn bætir við sig í Kviku fyrir um milljarð

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti hluthafinn í Kviku, stækkaði stöðu sína í bankanum í nýliðnum mánuði þegar hann keypti samanlagt 35 milljónir hluta að nafnvirði, sem jafngildir rúmlega 0,7 prósenta eignarhlut.

Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust

Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent.

Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant

Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum.

Sjá meira