Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins Kaupþing keypti kröfu á Kevin Stanford af eignarhaldsfélagi ríkissjóðs. Kaupin komu til skömmu eftir að breski fjárfestirinn hafnaði sáttatilboði Kaupþings fyrr í sumar. Kaupþing segist ekki eiga von á að ná sáttum við Stanford. 23.8.2017 07:30
Kvika hagnast um tæpan milljarð á fyrri árshelmingi Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Bankinn skoðar skráningu á First North. 18.8.2017 15:04
Erlendir fjárfestar kaupa 75 prósenta hlut í Keahótelum Búið er að ganga frá kaupum erlendra fjárfesta á 75 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors kaupir fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut. 18.8.2017 13:20
Lokahnykkurinn Aðkoma ríkisins að bönkunum kom til af nauðsyn eftir fjármálaáfallið. Níu árum síðar er sú staða enn uppi að þeir starfa munaðarlausir. 18.8.2017 06:00
NetApp kaupir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. 17.8.2017 09:46
Kjartan og Baldur hafa fest kaup á hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Fimm fjárfestar, þar á meðal þeir Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Magnús Gunnarsson, hafa bæst í hluthafahóp verðbréfafyrirtækisins ALM Verðbréfa. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir engin áform vera um sameiningar. 16.8.2017 08:00
Ætla ekki að nýta sér kauprétt að 22 prósenta hlut í Arion banka Vogunarsjóðir og Goldman Sachs ætla ekki að bæta við sig hlut í Arion banka. Kaupþing bíður eftir að FME meti hæfi Taconic og Attestor til að gerast virkir eigendur. Útboð háð því að stjórnvöld falli frá forkaupsrétti sínum. 16.8.2017 06:30
Gera ekki neitt Ef allt væri eðlilegt – núna þegar næstum níu ár eru liðin frá fjármálahruninu – þá hefði íslenska ríkið fyrir löngu hafist handa við að hefja sölu á eignarhlutum sínum í bönkunum. Svo er hins vegar ekki. Þess í stað er ríkið enn alltumlykjandi á fjármálamarkaði en sú fjárhæð sem það er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um nítján prósentum af landsframleiðslu. Slík staða þekkist hvergi í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um að til standi, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að grynnka á eignarhlutum ríkisins í bankakerfinu hefur ekkert gerst – þvert á móti hafa umsvif þess aukist eftir að Íslandsbanki féll í skaut ríkisins í ársbyrjun 2016. 11.8.2017 06:00
Hannes Árdal til Íslenskra fjárfesta Hannes Árdal, sem starfaði áður í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum, hefur gengið til liðs við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta. 9.8.2017 13:54
Komið á kortið Sterk staða efnahagsmála hér á landi fer ekki fram hjá erlendum fjárfestum. Áhugi þeirra á Íslandi hefur aukist til muna eftir að áætlun um losun hafta var kynnt sumarið 2015. Í þetta sinn er sú þróun ekki fyrst og fremst drifin áfram af vaxtamunarviðskiptum, eins og á árunum í aðdraganda fjármálahrunsins, heldur fjárfestingum erlendra sjóða og fyrirtækja í fjölmörgum geirum atvinnulífsins – Ísland er komið á kortið. Þar er ferðaþjónustan ekki undanskilin. 4.8.2017 06:00