Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Erlendir fjárfestar kaupa 75 prósenta hlut í Keahótelum

Búið er að ganga frá kaupum erlendra fjárfesta á 75 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors kaupir fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut.

Lokahnykkurinn

Aðkoma ríkisins að bönkunum kom til af nauðsyn eftir fjármálaáfallið. Níu árum síðar er sú staða enn uppi að þeir starfa munaðarlausir.

Gera ekki neitt

Ef allt væri eðlilegt – núna þegar næstum níu ár eru liðin frá fjármálahruninu – þá hefði íslenska ríkið fyrir löngu hafist handa við að hefja sölu á eignarhlutum sínum í bönkunum. Svo er hins vegar ekki. Þess í stað er ríkið enn alltumlykjandi á fjármálamarkaði en sú fjárhæð sem það er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um nítján prósentum af landsframleiðslu. Slík staða þekkist hvergi í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um að til standi, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að grynnka á eignarhlutum ríkisins í bankakerfinu hefur ekkert gerst – þvert á móti hafa umsvif þess aukist eftir að Íslandsbanki féll í skaut ríkisins í ársbyrjun 2016.

Hannes Árdal til Íslenskra fjárfesta

Hannes Árdal, sem starfaði áður í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum, hefur gengið til liðs við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta.

Komið á kortið

Sterk staða efnahagsmála hér á landi fer ekki fram hjá erlendum fjárfestum. Áhugi þeirra á Íslandi hefur aukist til muna eftir að áætlun um losun hafta var kynnt sumarið 2015. Í þetta sinn er sú þróun ekki fyrst og fremst drifin áfram af vaxtamunarviðskiptum, eins og á árunum í aðdraganda fjármálahrunsins, heldur fjárfestingum erlendra sjóða og fyrirtækja í fjölmörgum geirum atvinnulífsins – Ísland er komið á kortið. Þar er ferðaþjónustan ekki undanskilin.

Sjá meira