Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8.11.2017 06:30
Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4.11.2017 07:00
Bankabylting Eitt af því fáa jákvæða við nýafstaðna kosningabaráttu var sú pólitíska samstaða sem virtist vera um mikilvægi þess að losað verði um hið mikla eigið fé í bönkunum með sérstökum arðgreiðslum til ríkissjóðs og því ráðstafað með skynsamlegri hætti fyrir hönd skattgreiðenda. 3.11.2017 07:00
Félag varaformanns stjórnar Kviku selur allt í bankanum Fjárfestingafélagið Varða Capital hefur selt 7,7 prósenta hlut sinn í fjárfestingabankanum. Jónas Hagan, einn eigenda félagsins, tók við sem varaformaður stjórnar í mars. Á meðal kaupenda voru Einar Sveinsson og eigendur heildverslunarinna Johan Röning. 1.11.2017 07:30
Rekstrarhagnaður N1 minnkar um rúmlega 4 prósent á milli ára Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. 25.10.2017 16:42
VÍS tapar 278 milljónum króna Tryggingafélagið VÍS tapaði 278 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við hagnað upp á 354 milljónir á sama tímabili 2016. Það skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem helgast einkum af óhagstærði þróun á innlendum hlutabréfamörkuðum. 25.10.2017 16:19
Hagnaður Símans minnkar um 20 prósent á þriðja fjórðungi Hagnaður Símans á þriðja ársfjórðungi 2017 nam 905 milljónum króna samanborið við 1.128 milljónir á sama tímabili árið áður. Þá námu tekjur félagsins tæplega 7 milljörðum króna á fjórðungnum og drógust saman um liðlega 300 milljónir á milli ára. 25.10.2017 16:00
Félag Friðriks hagnast um 5,4 milljarða eftir sölu á Invent Farma Félag Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda og fyrrverandi stjórnarformanns Invent Farma, skilaði tæplega 5,4 milljarða króna hagnaði í fyrra. Friðrik átti rúmlega 27 prósenta hlut í spænska lyfjafyrirtækinu. 25.10.2017 08:30
Vilhjálmur kaupir í Kviku banka Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrettánda stærsta hluthafanum í fjárfestingabankanum. 25.10.2017 08:00
Eigendur Atlantsolíu undirbúa sölu á fyrirtækinu Eigendur Atlantsolíu, þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose, skoða nú sölu á öllu hlutafé félagsins. Ákvörðun um hvort farið verði í opið söluferli tekin á næstu vikum. Áætlanir gera ráð fyrir að EBITDA-hagnaður Atlantsolíu verði 500 milljónir á þessu ári. 25.10.2017 07:30