„Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. 24.6.2024 08:19
Metafkoma álveranna snýst í tap með lækkandi álverði Eftir að skilað metafkomu á tímum heimsfaraldursins, þegar hrávöruverð var í hæstu hæðum, þá urðu nokkur umskipti í rekstri íslensku álveranna á liðnu ári og tekjur drógust nokkuð skarpt saman vegna lækkandi álverðs. Tvö af stærstu álverum landsins skiluðu því tapi eftir tugmilljarða hagnað árið áður. 21.6.2024 12:35
Actavis greiðir aftur út 75 milljarða króna arð til Teva Stjórn eignarhaldsfélagsins Actavis Group PTC hefur annað árið í röð lagt til að allt að 500 milljónir evra verði greiddar út í formi arðs til hluthafa en endanlegur eigandi félagsins hér á landi er Teva Pharmaceuticals, stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims, með höfuðstöðvar í Ísrael. 19.6.2024 17:49
Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. 16.6.2024 08:36
„Tryggingastærðfræðingar eru fámennur hópur með mikið áhrifavald“ Sú óvissa sem er uppi um heimildir lífeyrissjóða til að ráðast í tilfærslur á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga með hliðsjón af hækkandi lífaldri er „óþolandi,“ að sögn formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, og er afleiðing þess að tryggingarstærðfræðingar, sem hafa „mikið áhrifavald,“ gátu ekki komið sér saman um útfærslu á breytingunum. Hann segir lausn varðandi málefni ÍL-sjóðs ekki vera sjáanlega á næstunni þótt „þreifingar“ hafi verið í gangi við ríkið um mögulegt samkomulag. 8.6.2024 12:15
Telja virði Kaldalóns ekki njóta sannmælis á markaði og flýta endurkaupum Kaldalón hefur óskað eftir því við hluthafa að boðuðum áformum um að hefja kaup á eigin bréfum verði flýtt enda endurspegli markaðsverðmæti félagsins, að mati stjórnarinnar, ekki undirliggjandi virði eigna þess. Bókfært eigið fé Kaldalóns er umtalsvert meira en markaðsvirði fasteignafélagsins sem er niður um nærri átta prósent frá áramótum. 6.6.2024 17:24
„Nokkuð einhæf“ fjármögnun eykur endurfjármögnunaráhættu bankanna Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti. 6.6.2024 11:03
Stærsti lífeyrissjóður landsins byggir upp stöðu í Kaldalón Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins. 5.6.2024 10:59
Félagið ARMA fær til sín þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Hið nýstofnaða fyrirtæki ARMA Advisory, sem er í eigu fyrrverandi stjórnenda Íslandsbanka og Kviku, hefur fengið til liðs við sig þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Atli Rafn Björnsson, framkvæmdastjóri ARMA, stýrði ráðgjöfinni um árabil áður en hann lét af störfum þar um mitt árið í fyrra. 30.5.2024 17:22
Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. 30.5.2024 11:05