
„Funheitt“ hagkerfi kallar á aðra stóra vaxtahækkun Seðlabankans
Nýlega birtar verðbólgutölur, mun hærri en greinendur höfðu vænst, ásamt öðrum hagvísum sem sýna mikinn þrótt í hagkerfinu þýðir að líkur eru á að vextir Seðlabankans verði hækkaðir í annað sinn í röð um 100 punkta síðar í þessum mánuði en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer rísandi á nýjan leik. Áfram er mikill vöxtur í nýjum útlánum bankanna til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir að fjármagnskostnaður hafi aukist verulega.