Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leggja Eyri til 25 milljarða og geta eignast átta prósenta hlut í Marel

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, hefur gengið frá samkomulagi við erlendu fjárfestingarsjóðina JNE Partners og The Boupost Group um að leggja Eyri til 175 milljónir evra, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna, í lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir um leið kauprétt að allt að rúmlega átta prósenta hlut í Marel frá Eyri Invest í lok lánstímans í nóvember 2026.

Rekstrarhagnaður Marels jókst um 30 prósent og var yfir spám greinenda

Marel færist markmiði sínu um að skila 14 til 16 prósenta EBIT-framlegð fyrir árslok 2023 eftir að félagið skilaði rekstrarhagnaði upp á 46,2 milljónir evra, jafnvirði 6,6 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um nærri 30 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður Marels var talsvert yfir meðalspá greinenda, og sömuleiðis tekjur félagsins sem voru samtals tæplega 451 milljón evra á fjórðungnum.

Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða

Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis.

Yfirmaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis segja upp störfum

Forstöðumaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa allir sagt upp störfum. Brotthvarf þeirra kemur í kjölfar þess að til skoðunar hafði verið að koma á fót nýju sjálfstæðu félagi, sem myndi annast rekstur sérhæfðu sjóðanna og yrði meðal annars að hluta í eigu sömu starfsmanna, en slíkar hugmyndir fengu ekki brautargengi hjá lífeyrissjóðum, helstu eigendum framtakssjóðanna.

Rekstrarhalli borgarinnar nær sexfalt meiri miðað við áætlanir

Útkomuspá fyrir rekstur Reykjavíkurborgar á þessu ári gerir ráð fyrir um 15,3 milljarða króna halla, mun meiri en spáð hafði verið, og áfram er búist við halla á næsta ári. Borgarstjóri segir að gætt verði aðhalds í fjárhagsáætlun borgarinnar, meðal annars með því að hætta nánast alfarið nýráðningum, en oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega útkomuna og bendir á að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um fjórðung frá árinu 2017.

Guðlaugur vildi verða fjármálaráðherra gegn því að falla frá framboði

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftlagsráðherra, var reiðubúinn að falla frá áformum sínum um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn því að Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins, myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum

Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður.

Innflæði í hlutabréfasjóði í fyrsta sinn í fimm mánuði

Þrátt fyrir að hlutabréfaverð hafi tekið mikla dýfu í liðnum mánuði þá reyndist vera hreint innflæði í innlenda hlutabréfasjóði upp á tæplega hálfan milljarð króna í september. Er þetta í fyrsta sinn frá því í apríl á þessu ári þar sem sala á nýjum hlutdeildarskírteinum í slíka sjóði er meiri en sem innlausnum fjárfesta.

Áform ráðherra gætu haft „jákvæð áhrif á vaxtaumhverfið,“ segir bankastjóri Arion

Bankastjóri Arion banka telur að áform fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa, eigi ekki að valda þrýstingi á fjármálamarkaði heldur geti þau haft „jákvæð áhrif“ á vaxtaumhverfið. Arion hefur fært niður virði íbúðabréfa útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum í bókum sínum fyrir um 250 milljónir króna.

Sjá meira