Bandaríski risinn Vanguard stækkar stöðu sína í Arion Sjóðastýringarfélagið Vanguard, sem keypti sig inn í fimmtán íslensk fyrirtæki í Kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð, hefur á síðustu dögum stækkað nokkuð eignarhlut sinn í Arion banka. Fimm vísitölusjóðir í stýringu Vanguard eru núna komnir í hóp með tuttugu stærstu hluthöfum íslenska bankans og er félagið um leið orðið stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í eigendahópnum. 12.10.2022 09:01
Sýn þurfi að bæta reksturinn „enn meira til að skila ásættanlegri“ afkomu Þótt tekjur Sýnar hafi verið að aukast og stjórnendur séu að ná betri tökum á rekstrarkostnaði fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins þá er ljóst að það þarf að bæta reksturinn „enn meira til að félagið skili ásættanlegri“ afkomu, að sögn hlutabréfagreinenda, sem mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu að svo stöddu. 11.10.2022 12:01
Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“ Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda. 10.10.2022 18:01
Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum. 10.10.2022 10:30
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9.10.2022 16:00
Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7.10.2022 11:28
Þarf „einbeittan brotavilja ef þetta á að fara illa“ Seðlabankastjóri segist ekki treysta sér til að leggja mat á hvað séu „ásættanlegar“ launahækkanir fyrir komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði út frá verðstöðugleika á tímum þegar verðbólgan mælist yfir níu prósent. Þumalfingurreglan segi hins vegar að til lengdar sé svigrúm til árlegra launahækkana á heildina litið ekki meira en um 4 prósent. 6.10.2022 17:51
Hlutabréfaverð Origo hækkar um 20 prósent eftir söluna á Tempo Gengi hlutabréfa Origo hefur rokið upp í Kauphöllinni í morgun eftir að félagið tilkynnti seint í gærkvöldi um sölu á öllum 40 prósenta eignarhlut sínum í Tempo fyrir um 28 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Origo vegna viðskiptanna er um 22 milljarðar. 6.10.2022 09:47
Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6.10.2022 07:00
Origo selur hlut sinn í Tempo á 28 milljarða Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur gengið frá skuldbindandi samkomulagi um sölu á öllum 40 prósenta hlut sínum í Tempo fyrir 195 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé, jafnvirði um 28 milljarða króna. Kaupandinn er bandaríski tæknifjárfestingarsjóðurinn Diversis Capital en söluandvirði hlutarins er næstum jafn mikið og núverandi markaðsvirði allrar Origo-samstæðunnar í Kauphöllinni. 5.10.2022 22:11