Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021. 6.4.2022 18:11
Óverðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna stóraukast, ekki verið meiri frá 2019 Heimilin eru á ný farin að sækjast í auknum mæli eftir því að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum samhliða því að þau eru að greiða upp slík lán á breytilegum kjörum hjá bönkunum eftir brattar vaxtahækkanir Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Lífeyrissjóðirnir bjóða þannig í dag í flestum tilfellum betri kjör á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum en bankarnir. 6.4.2022 11:47
Vonbrigði ef seðlabankastjóri vill „losna við lífeyrissjóði“ af lánamarkaði Þótt það kunni að vera kostir og gallar við þátttöku lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði þá eru það „ákveðin vonbrigði“ að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki undir þann málflutning forsvarsmanna bankanna sem getur leitt til þess að þátttakendum á samkeppnismarkaði fækki verulega. 5.4.2022 17:43
Varar við því að starfsemin í Keflavík fjármagni taprekstur á innanlandsflugi Fráfarandi stjórnarformaður Isavia varar við hugmyndum um að starfsemin á Keflavíkurflugvelli, sem eigi í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli, verði nýtt til að fjármagna rekstrarhalla á innanlandsfluginu. Stjórnendur telja horfur fyrir sumarið „enn vænlegar“ og að mikilvægt sé að hætt var með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum sem fyrirliggjandi gögn hafi sýnt að voru að „valda meiri skaða heldur en verið til gagns“. 5.4.2022 11:03
Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. 4.4.2022 18:21
Hagnaður LEX jókst um 40 prósent, besta afkoman frá 2009 Hagnaður LEX, einnar stærstu lögmannsstofu landsins, nam tæplega 269 milljónum króna eftir skatt á síðasta ári og jókst um 40 prósent frá fyrra ári. Tekjur félagsins hækkuðu um nærri 90 milljónir á milli ára og voru samtals 1.342 milljónir króna. 4.4.2022 14:07
GAMMA skilar hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2017 Sjóðastýringarfélagið GAMMA Capital Management, dótturfélag Kviku banka, hagnaðist um nærri 221 milljón króna eftir skatta í fyrra borið saman við tap upp á 238 milljónir á árinu 2020. Er þetta í fyrsta sinn sem félagið, sem Kvika keypti snemma árs 2019, skilar hagnaði frá 2017 en uppsafnað tap GAMMA á árunum 2018 til 2020 nam yfir 820 milljónum. 4.4.2022 11:03
SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells. 4.4.2022 06:00
Hagnaður Íslandssjóða meira en tvöfaldaðist og nam yfir einum milljarði Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir skilaði hagnaði upp á 1.028 milljónir króna á árinu 2021 og jókst hann um 113 prósent á milli ára. Samtals námu eignir í stýringu Íslandssjóða, sem er í eigu Íslandsbanka, 410 milljörðum króna í árslok 2021 og hækkuðu þær um rúmlega 60 milljarða í fyrra. 3.4.2022 13:33
Ísland fært upp um flokk hjá FTSE, „gríðarlega stór tímamót“ fyrir markaðinn Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell ákvað í gær að færa íslenska hlutabréfamarkaðinn upp í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) og tekur sú breyting gildi við opnun markaða 19. september á þessu ári. Uppærslan mun greiða fyrir innflæði „verulegs fjármagns“ inn í íslenskt efnahagslíf sem getur stutt við fjármögnunarmöguleika skráðra félaga, að sögn Kauphallarinnar. 2.4.2022 11:23