Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mesta dagsveltan á gjaldeyrismarkaði í sex ár

Heildarveltan á millibankamarkaði gjaldeyri nam 107 milljónum evra, jafnvirði 15,6 milljarða íslenskra króna, síðastliðinn mánudag þegar Seðlabanki Íslands stóð að baki stærstu gjaldeyrissölu sinni á einum degi í að lágmarki þrettán ár til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar.

Vægi hlutabréfa „fullmikið“ í efnahagsreikningi Kviku

Þrátt fyrir að lánastarfsemi Kviku banka hafi skilað góðri afkomu í fyrra þá er hún „afskaplega smá í sniðum“ og stendur undir rúmlega 29 prósentum af heildareignum félagsins. Hlutfall efnahagsreiknings Kviku sem fellur undir útlánastarfsemi er þannig vel undir helmingur þess sem gerist hjá viðskiptabönkunum.

Svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis verður aukið verulega á næstu árum

Heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum verður rýmkað nokkuð á komandi árum þannig að lögbundið hámark erlendra eigna verður fært úr því að mega vera að hámarki 50 prósent af heildareignum sjóðanna upp í 65 prósent. Mun þessi breyting taka gildi í fimmtán jafn stórum skrefum á árunum 2024 til 2038.

Kvika eignastýring skortselur tryggingafélagið VÍS

Sjóðir í rekstri Kviku eignastýringar hafa verið að skortselja VÍS en í byrjun þessarar viku voru þeir með hreina skortstöðu sem nam 0,53 prósentum af útgefnu hlutafé tryggingafélagsins.

Sjá meira