Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar

Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.

Gengi bréfa Marels og Kviku hríðfellur eftir afkomuviðvaranir

Gengi hlutabréfa Marels og Kviku banka hefur lækkað mikið í verði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun eftir að félögin sendu frá sér neikvæða afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Hagnaður félaganna á öðrum ársfjórðungi verður mun lægri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir vegna erfiðra markaðstæðna.

Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu?

Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild.

Controlant fengið 24 milljarða greidda fyrirfram frá lyfjarisanum Pfizer

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, er með samkomulag við bandaríska lyfjarisann sem hefur tryggt félaginu verulegar fyrirfram innheimtar tekjur. Í árslok 2021 námu slíkar tekjur tengdar samningum við Pfizer um 174 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna, og koma þær að mestu inn í reksturinn á þessu ári og því næsta.

Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða

Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna.

Bætt við sig í Íslandsbanka fyrir um 17 milljarða á þremur mánuðum

Átta af helstu lífeyrissjóðum landsins, sem eiga það allir sammerkt að fara í dag með meira en eins prósenta hlut í Íslandsbanka, hafa stækkað eignarhlut sinn í bankanum um samanlagt liðlega þriðjung frá því að útboði ríkissjóðs lauk í mars á þessu ári. Sömu lífeyrissjóðir eiga nú samtals tæplega 28 prósenta hlut í Íslandsbanka en fyrir rétt rúmlega þremur mánuðum nam eignarhluturinn um 21 prósenti.

DNB mælir með kaupum í Alvotech og verðmetur félagið á 700 milljarða

Hlutafé íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi í liðnum mánuði, er metið á rúmlega 5,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 700 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, samkvæmt nýju verðmati.

Sjá meira