Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

DNB mælir með kaupum í Alvotech og verðmetur félagið á 700 milljarða

Hlutafé íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi í liðnum mánuði, er metið á rúmlega 5,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 700 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, samkvæmt nýju verðmati.

Hætta á launaskriði hefur aukist, segir peningastefnunefnd Seðlabankans

Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, vildi hækka meginvexti bankans um 1,25 prósentur – úr 3,75 prósentum í 5 prósent – á vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar í síðasta mánuði. Niðurstaðan var hins vegar sú, sem allir nefndarmenn studdu, að vextir voru hækkaðir um 1 prósentu að tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Sigurður seldi í Bláa lóninu með um þriggja milljarða hagnaði

Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, hagnaðist um 2,93 milljarða króna þegar hann losaði um allan eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu í september í fyrra.

Ráðandi eigandi Íslenskra verðbréfa stækkar við hlut sinn

Eignarhaldsfélagið Björg Capital, sem hefur verið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa (ÍV) með helmingshlut allt frá sameiningu ÍV og Viðskiptahússins um mitt árið 2019, hefur að undanförnu keypt út suma af minni hluthöfum verðbréfafyrirtækisins og fer núna með um 63,5 prósenta eignarhlut.

Ísland fært upp í flokk nýmarkaða hjá FTSE í þremur áföngum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn mun færast að fullu upp í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell í þremur jafn stórum skrefum á tímabilinu frá september næstkomandi og til marsmánaðar á næsta ári.

Flosi hættir hjá Starfsgreinasambandinu

Flosi Eiríksson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands (SGS) frá árinu 2018, lætur af störfum hjá samtökunum skömmu áður en formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hefjast en þeir verða lausir 1. nóvember næstkomandi.

Fjárfestar selt sig út úr sjóðum fyrir um sjö milljarða á þremur mánuðum

Nær stöðugt útflæði hefur verið úr innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum samtímis miklum óróa og verðhruni á verðbréfamörkuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar á þessu ári og vaxtahækkunum beggja vegna Atlantshafsins vegna hækkandi verðbólgu og verðbólguvæntinga.

Fossar styrkja fjárhagsstöðuna samhliða því að verða fjárfestingabanki

Fossar réðust í hlutafjáraukningu upp á liðlega 850 milljónir króna í síðasta mánuði til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins samhliða því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki. Eigið fé Fossa nemur nú rúmlega 1,1 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum Innherja, en eitt af skilyrðum þess að fá fjárfestingabankaleyfi er að vera með að lágmarki fimm milljónir evra, jafnvirði um 700 milljónir króna, í eigið fé.

Sjá meira