Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag. 23.2.2022 19:30
Allir studdu 75 punkta vaxtahækkun, óttast „hringrás verðlags- og launahækkana“ Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands viðraði áhyggjur af „mögulegum annarrar umferðar áhrifum af verðhækkun innfluttrar vöru og launahækkunum“ á fundi sínum í byrjun þessarar mánaðar. Afleiðingarnar gætu birst í meiri og almennari verðhækkunum á vöru og þjónustu til þess að bregðast við auknum innfluttum verðbólguþrýstingi og hærri launakostnaði sem gæti „framkallað hringrás verðlags- og launahækkana.“ 23.2.2022 16:45
Frekari sala á hlutum í Íslandsbanka virðisaukandi fyrir ríkið og aðra hluthafa Heppilegur tími er nú fyrir áframhaldandi sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og með auknu floti, þ.e. þeir hlutir sem má ætla að geti gengið kaupum og sölum, má ganga út frá því að það verði enn auðveldara að eiga viðskipti með hlutabréf í bankanum á markaði. 23.2.2022 13:31
Bankarnir ekki lánað minna til íbúðakaupa frá upphafi faraldursins Hækkandi vextir Seðlabankans, ásamt sögulega litlu framboði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, er farið að hægja verulega á útlánavexti bankanna vegna íbúðakaupa heimilanna. Ný lán þeirra með veði í íbúð námu þannig 13,3 milljörðum króna í janúar á þessu ári og hafa ekki aukist minna í einum mánuði frá því í apríl 2020. 23.2.2022 11:44
Skuldastaða og afkomuhorfur sveitarfélaga versnað, segir Kristrún Vandinn þegar kemur að vanfjárfestingu á sveitarstjórnarstiginu er „mun verri“ en hjá ríkinu. Á sama tíma og afkomuhorfur og skuldastaða ríkissjóðs hefur batnað verulega frá síðasta ári er stöðunni þveröfugt farið hjá sveitarfélögum. 22.2.2022 16:10
Þörf á aðhaldi hjá hinu opinbera nú þegar efnahagsbatanum vindur fram Efnahagsleg áhrif faraldursins eru í rénun og nauðsynlegt er að áframhald verði á því að opinber fjármálastefna og peningamálstefna Seðlabankans séu í takt við hvor aðra í aðgerðum til þess að viðhalda stöðugleika og jafnvægi í hagkerfinu. 22.2.2022 12:09
Lífeyrissjóðir samþykkt að leggja Mílu til meira fé til að hraða uppbyggingu innviða Forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna, sem eru að kaupa samanlagt um fimmtungshlut í Mílu, dótturfélagi Símans, eru sammála væntanlegum meirihlutaeigenda fjarskiptafyrirtækisins – franska fjárfestingarsjóðnum Ardian – um að leggja því til meira fjármagn á komandi árum til að hraða uppbyggingu á 5G og ljósleiðarakerfi félagsins. 21.2.2022 12:33
Væntingar um virði Tempo ýta gengi Origo upp í hæstu hæðir Hlutabréfaverð Origo hefur rokið upp um 23 prósent eftir að upplýsingatæknifyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir aðeins tveimur vikum síðan. Markaðsvirði félagsins, sem er á meðal þeirra minnstu á aðalmarkaði Kauphallarinnar, hefur á þeim tíma hækkað um nærri 7 milljarða króna og nemur nú rúmlega 35 milljörðum. 17.2.2022 17:01
Akta selur þriðjung bréfa sinna í Icelandair eftir tugprósenta verðhækkun Hlutabréfasjóður í stýringu Akta, sem fór að byggja upp umtalsverða stöðu í Icelandair Group undir lok síðasta árs, seldi í liðinni viku um þriðjung bréfa sinna í flugfélaginu en hlutabréfaverð þess hefur hækkað um liðlega 40 prósent á rúmlega tveimur mánuðum. 17.2.2022 15:09
Að blekkja gegn betri vitund Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum. 15.2.2022 11:43