Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Þeir Einar Jónsson og Bjarni Fritzson ræddu mikilvægi Viggós Kristjánssonar fyrir íslenska handboltalandsliðið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þeir segja að hann sé góður á báðum endum vallarins og passi vel inn í leikstíl íslenska liðsins. 23.1.2025 13:02
Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Ítalir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þeir hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu og eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. Það er ekki síst markverðinum Domenico Ebner að þakka. 23.1.2025 12:32
Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Ísland sigraði Egyptaland, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Íslendingar eru með sex stig í milliriðlinum og í góðri stöðu til að komast í átta liða úrslit. 23.1.2025 11:32
Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er gengin í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá ítalska liðinu Fiorentina. 23.1.2025 09:33
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur gegn Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM. Bæði lið tóku með sér fjögur stig úr riðlakeppninni en Ísland er nú efst í milliriðlinum með sex stig. 22.1.2025 20:56
Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Fyrsta leik dagsins í milliriðli 4, sem Ísland er í, á HM í handbolta karla er lokið. Slóvenía vann þá öruggan sigur á Argentínu, 34-23. 22.1.2025 16:07
Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik í milliriðli á HM í dag var Háskólinn í Reykjavík með sérstaka HR stofu. Gestir hennar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson auk þess sem Dr. Peter O'Donoghue kynnti uppfært spálíkan sitt. 22.1.2025 15:27
Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sögupersónan vinsæla, Orri óstöðvandi, er nefnd í höfuðið á Orra Frey Þorkelssyni, landsliðsmanni í handbolta. Bjarni Fritzson, höfundur bókanna um Orra óstöðvandi, ljóstraði þessu upp í Pallborðinu. 22.1.2025 15:06
Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Stefán Árni Pálsson hitaði upp fyrir leik Íslands og Egyptalands og keppni í milliriðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Bjarna Fritzsyni, í Pallborðinu. 22.1.2025 13:30
Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22.1.2025 11:33