Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fyrir Leipzig í 0-2 sigri á Köln í upphafsleik tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6.9.2025 14:01
Elín Klara markahæst í risasigri Íslenska landsliðskonan í handbolta, Elín Klara Þorkelsdóttir, fór mikinn þegar Sävehof vann risasigur á Eslov, 37-20, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag. 6.9.2025 13:11
Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Þeir Bjarni Guðjónsson og Kári Árnason eiga von á því að Arnar Gunnlaugsson gerir breytingar á byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi á þriðjudaginn. 6.9.2025 13:00
Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Þrátt fyrir góða baráttu Svía unnu Tyrkir leik liðanna í sextán liða úrslitum á EM í körfubolta karla í dag, 85-79. Tyrkneska liðið er það fyrsta sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. 6.9.2025 11:32
Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Sigur Íslands á Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 í gær var stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á heimavelli í keppnisleik. 6.9.2025 11:03
Albert ekki með gegn Frakklandi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður án Alberts Guðmundssonar í leiknum gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 á þriðjudaginn. 6.9.2025 10:41
Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Knattspyrnustjóri Evrópumeistara Paris Saint-Germain, Luis Enrique, þarf að gangast undir aðgerð eftir að hafa lent í hjólaslysi. 6.9.2025 10:32
„Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Þeir Kári Árnason og Bjarni Guðjónsson hrifust mjög af þriðja marki íslenska karlalandsliðsins gegn Aserbaísjan í gær. 6.9.2025 10:02
Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Luis Suárez, framherji Inter Miami, hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir að hrækja á starfsmann Seattle Sounders í úrslitaleik deildabikars Norður- og Mið-Ameríku. 6.9.2025 09:31
Gyökeres vitni í réttarhöldum Framherji Arsenal og sænska landsliðsins í fótbolta, Viktor Gyökeres, mun bera vitni í réttarhöldum á næsta ári. 5.9.2025 16:46