Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Eftir þrjá tapleiki í röð vann Crystal Palace mikilvægan sigur á Tottenham, 1-0, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27.10.2024 16:15
Bowen tryggði West Ham sigur á United Jarrod Bowen tryggði West Ham United sigur á Manchester United með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur á Lundúnaleikvanginum 2-1, Hömrunum í vil. 27.10.2024 16:00
Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Á meðan ekkert gengur hjá Magdeburg í Meistaradeild Evrópu vinnur liðið hvern leikinn á fætur öðrum í þýsku úrvalsdeildinni. Í dag sigraði Magdeburg Stuttgart örugglega, 25-36. 27.10.2024 15:45
Arnór Ingvi með mikilvægt mark í langþráðum sigri Norrköping Eftir níu leiki í röð án sigurs vann Norrköping loksins leik þegar liðið lagði Värnamo að velli í dag, 1-2. Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark gestanna. 27.10.2024 15:09
Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Stuðningsmenn Breiðabliks fóru inn á Víkingsvöll í nótt og máluðu hluta af brettunum sem eru notuð til að mynda áhorfendaaðstöðu græn. Tjón eiganda brettanna er mikið. Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Bestu deildar karla í kvöld. 27.10.2024 14:00
Bergdís og Ísabella tryggðu Íslendingum sigur á Finnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 23 ára og yngri svaraði fyrir tapið gegn Finnlandi á fimmtudaginn með því að vinna leik liðanna í dag, 1-2. 27.10.2024 13:14
Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni Þótt aðeins 250 stuðningsmenn Breiðabliks geti verið á Víkingsvelli þegar liðið sækir Víking heim í úrslitaleik Bestu deildar karla ætla Blikar að fjölmenna í Víkina í dag. 27.10.2024 12:57
Pirraðir á excel skiptingum Péturs Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds ræddu um það sem þeir kalla excel skiptingar Péturs Ingvarssonar, þjálfara Keflavíkur, í þætti föstudagsins. 27.10.2024 12:32
„Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli. 27.10.2024 11:45
Settu dómara í bann fyrir að stela umferðarskilti Tveir pólskir dómarar hafa verið settir í bann af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir að stela umferðarskilti. 27.10.2024 11:00