Þurfum að bíða í þrjú hundruð ár til að ná jafnrétti Þann 22. apríl halda Ungar athafnakonur (UAK) árlega ráðstefnu sína sem haldin er í sjötta sinn en hún fer fram í Norðurljósasal í Hörpu og ber yfirskriftina Jafnrétti á okkar lífsleið. 19.4.2023 15:01
Nammidagar eru ekkert endilega frábær hugmynd Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur og einn verkefnastjórum vefsins Sterkari út í lífið segir nammidaga ekki endilega frábæra hugmynd. 17.4.2023 16:01
Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17.4.2023 09:43
Alexandra Helga aftur á samfélagsmiðla Fyrrum fegurðardrottningin Alexandra Helga Ívarsdóttir lét sig hverfa af öllum samfélagsmiðlum í kjölfar hneykslismáls eiginmannsins, Gylfa Þórs Sigurðssonar. 14.4.2023 14:04
Sigraðist á áfallastreitu og þunglyndi ein í Íslandsför Breski rithöfundurinn Anita Sethi segir frá því í bloggfærslu hvernig hún horfðist í augu við ótta sinn eftir að hafa slasast illa hér á landi. Að endurhæfingu lokinni mætti hún aftur keik til leiks og upplifði sanna töfra íslenskrar náttúru. 14.4.2023 07:01
Glæsihýsi við Keldugötu Sjö herbergja einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti, Garðabæ er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 324 eru 249 milljónir króna. 12.4.2023 12:00
Heimalöguðu veitingarnar eina áhyggjuefni eiginmannsins Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins. 11.4.2023 13:00
Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með. 9.4.2023 09:00
Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. 7.4.2023 07:01
Fermingarbarnið pantaði heimagerða brauðtertu, marengs og pönnukökur Laufey Rós Hallsdóttir hefur notið mikilla vinsælda á Facebook hópnum Gamaldags matur þar sem hún sýnir huggulegan heimilismat. Samhliða matseldinni undirbýr Laufey fermingu sonar síns en sá sér þó fært að deila með lesendum Vísis uppskrift af girnilegri ostaköku sem hún hyggist galdra fram yfir páskahátíðina. 6.4.2023 13:00