Sigraðist á áfallastreitu og þunglyndi ein í Íslandsför Íris Hauksdóttir skrifar 14. apríl 2023 07:01 Anita Sethi er fædd í Manchester og hefur skrifað fyrir The Guardian, The Sunday Times og The Times Literary Supplement svo dæmi séu tekin. Breski rithöfundurinn Anita Sethi segir frá því í bloggfærslu hvernig hún horfðist í augu við ótta sinn eftir að hafa slasast illa hér á landi. Að endurhæfingu lokinni mætti hún aftur keik til leiks og upplifði sanna töfra íslenskrar náttúru. Anita var full eftirvæntingar þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. Ísland hafði lengi trónað á toppnum yfir staði til að heimsækja og loksins var komið að ferðalaginu. Hún var ein á ferð og átti bókaða hótelgistingu við Esjurætur. Snemma næsta morgun reimaði Anita á sig gönguskóna og arkaði út í daginn. Hún vildi kynnast landslaginu og þefa af náttúrunni. Ekki leið þó á löngu þangað til gönguferðin breyttist í martröð. Þróaði með sér áfallastreitu og þunglyndi Anitu skrikaði fótur og féll svo harkalega að hægri handleggurinn brotnaði. Hún var ein á ferð og þurfti því að treysta á fótgangandi vegfarendur til að veita sér aðstoð. Hjálpin var fljót að berast og Anita var flutt snarlega á sjúkrahús. Í kjölfarið var ferð hennar á enda en hún var strax staðráðin í að láta ekki þar við sitja. Væntingar hennar til Íslands voru of miklar. Eftir að endurhæfingu heima í Bretlandi var lokið pantaði hún sér nýjan flugmiða og lenti á Íslandi skömmu síðar. Hún ætlaði ekki að láta fegurð og töfra landsins fram hjá sér fara. Getty/Sven-Erik Arndt „Ég var farin að þróa með mér áfallastreituröskun og snert af þunglyndi á þessum tíma,“ segir Anita og heldur áfram. „Allar nætur dreymdi mig að ég væri að missa fæturna og hrynja í jörðina. Ég fann að eina lausnin væri að horfast í augu við ótta minn. Sársaukinn var ekki bara líkamlegur heldur líka andlegur. Mig hafði dreymt um að synda, ganga og ferðast um Ísland en fannst ég vera neydd til að snúa aftur heim án þess að hafa upplifað neitt af þessu.“ Langaði að sjá allt það fallega sem Ísland hefur upp á að bjóða. Í báðum tilfellum ferðaðist Anita ein en segist aldrei hafa upplifað sig einmana. Ferðalangar sem urðu á vegi hennar hafi reynst henni vel. „Í seinni ferðinni mætti ég, staðráðin í að yfirstíga ótta sem hafði fylgt mér frá handleggsbrotinu. Mér fannst það valdeflandi að koma hingað aftur ein. Mitt fyrsta verk var að skrá mig ásamt hópi ferðamanna í vettvangsferð um þrjá vinsælustu staði landsins. Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Þessi ferð breytti lífi mínu. Ég dvaldi í algjörri núvitund og naut ferðarinnar fram í fingurgóma með sólina í augunum og nýfallinn snjóinn allt í kringum mig. Getty/Chris J Ratcliffe Brotnir hlutir geta verið fallegir Þingvallasvæðið tengist eldgosa- og sprungubeltinu sem liggur þvert yfir Ísland. Það er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja norðan úr Íshafi og suður eftir öllu Atlantshafi. Flekarnir reka hægt og rólega frá hver öðrum svo svæðið er óumflýjanlega fullt af sprungum en þarna sá ég hvað brotnir hlutir geta verið fallegir. Þegar ég gekk í gegnum skjálftasprunguna sem markar landamæri tveggja heimsálfa fann ég svo sterkt fyrir góðvild ókunnugra, hvaðan sem úr heiminum þau komu. Þarna var maður frá Kína og kona frá Finnlandi sem buðust til að leiða mig svo ég kæmist gönguna á enda þegar ég var við það að lamast úr hræðslu þrátt fyrir að vera í skóm með mannbroddum. Getty/Smith Collection Fararstjórinn reyndist mér sömuleiðis vel en hann stappaði stöðugt í mig stálinu og síendurtók, „Þú getur þetta“. Ég einbeitti mér að því að setja einn fót fram fyrir hinn og mér fannst ég stækka með hverju skrefinu sem ég tók. Orðin hans ómuðu í höfðinu á mér, „Þú getur þetta“. Þegar við mættum síðan íslenska mosanum sem lifir af í þessari óvægu náttúru landsins leið mér eins og ég hefði sigrað sjálfa mig. Fjöllin færðu mér frið Anitu fannst ógjörningur að heimsækja ekki slysstaðinn á meðan á dvöl hennar stóð og lagði líka leið sína á hótelið þar sem hún dvaldi fyrstu nóttina í fyrri ferð sinni. Hótelstýran þar hafði reynst henni gríðarlega vel og hún vildi þakka fyrir sig. „Ég gisti á sannkölluðum gimsteini, Hótel Laxnesi. Anna hótelstýra tók afskaplega vel á móti mér og bara það eitt að horfa út um herbergisgluggann með útsýni yfir þessi snævi þöktu fjöll færðu mér frið.“ Anita talar líka um að sund hafi hjálpað sér í bataferlinu. „Sky Lagoon sem lekur út sem óendanleikalaug út í Norður-Atlandshafið var sömuleiðis ákveðinn hápunktur ferðarinnar. Ég heimsótti lónið sem er í senn nútímalegt og hefðbundið, innblásið af sögulegum torfbyggingum, með hótelstýrunni Önnu. Eftir tilheyrandi líkamsskrúbba sötruðum við dýrindis drykki undir tunglsljósinu og fögnuðum því að vera á lífi. Nokkrum dögum síðar baðaði ég mig svo líka í hinu goðsagnarkennda Bláa lóni sem er umkringt fjöllum og hraunbreiðum á Reykjanesskaga. Gekk í gegnum gljúfur og starði niður gíga Sund í íslenskum náttúrulaugum er eitthvað það dásamlegasta sem ég hef upplifað og ég hreinlega fann sársaukann í handleggnum seytla út í vötnin. Ég get ekki beðið eftir að upplifa Ísland að sumri til og baða mig í miðnætursólinni. Endurkoma mín til Íslands varð til þess að mér fannst við hafa svo mikið að læra af einu af umhverfisvænstu löndum jarðarinnar um hvernig megi lifa betur. Ég reyni að halda mér við það sem ég hef lært af íslenska orðatiltækinu „Þetta reddast“, því það mun allt ganga upp. Ég er sömuleiðis svo þakklát að ég lét ekki slysið mitt loka á upplifun mína af heiminum. Ég horfðist í augu við óttann, gekk í gegnum gljúfur og starði niður gíga. Ég heimsótti eldfjöll og glæsilega goshveri. Ég synti í náttúrulón undir stjörnubjörtum himni og í landi elds og ísa upplifði ég sanna endurfæðingu.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Anita var full eftirvæntingar þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. Ísland hafði lengi trónað á toppnum yfir staði til að heimsækja og loksins var komið að ferðalaginu. Hún var ein á ferð og átti bókaða hótelgistingu við Esjurætur. Snemma næsta morgun reimaði Anita á sig gönguskóna og arkaði út í daginn. Hún vildi kynnast landslaginu og þefa af náttúrunni. Ekki leið þó á löngu þangað til gönguferðin breyttist í martröð. Þróaði með sér áfallastreitu og þunglyndi Anitu skrikaði fótur og féll svo harkalega að hægri handleggurinn brotnaði. Hún var ein á ferð og þurfti því að treysta á fótgangandi vegfarendur til að veita sér aðstoð. Hjálpin var fljót að berast og Anita var flutt snarlega á sjúkrahús. Í kjölfarið var ferð hennar á enda en hún var strax staðráðin í að láta ekki þar við sitja. Væntingar hennar til Íslands voru of miklar. Eftir að endurhæfingu heima í Bretlandi var lokið pantaði hún sér nýjan flugmiða og lenti á Íslandi skömmu síðar. Hún ætlaði ekki að láta fegurð og töfra landsins fram hjá sér fara. Getty/Sven-Erik Arndt „Ég var farin að þróa með mér áfallastreituröskun og snert af þunglyndi á þessum tíma,“ segir Anita og heldur áfram. „Allar nætur dreymdi mig að ég væri að missa fæturna og hrynja í jörðina. Ég fann að eina lausnin væri að horfast í augu við ótta minn. Sársaukinn var ekki bara líkamlegur heldur líka andlegur. Mig hafði dreymt um að synda, ganga og ferðast um Ísland en fannst ég vera neydd til að snúa aftur heim án þess að hafa upplifað neitt af þessu.“ Langaði að sjá allt það fallega sem Ísland hefur upp á að bjóða. Í báðum tilfellum ferðaðist Anita ein en segist aldrei hafa upplifað sig einmana. Ferðalangar sem urðu á vegi hennar hafi reynst henni vel. „Í seinni ferðinni mætti ég, staðráðin í að yfirstíga ótta sem hafði fylgt mér frá handleggsbrotinu. Mér fannst það valdeflandi að koma hingað aftur ein. Mitt fyrsta verk var að skrá mig ásamt hópi ferðamanna í vettvangsferð um þrjá vinsælustu staði landsins. Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Þessi ferð breytti lífi mínu. Ég dvaldi í algjörri núvitund og naut ferðarinnar fram í fingurgóma með sólina í augunum og nýfallinn snjóinn allt í kringum mig. Getty/Chris J Ratcliffe Brotnir hlutir geta verið fallegir Þingvallasvæðið tengist eldgosa- og sprungubeltinu sem liggur þvert yfir Ísland. Það er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja norðan úr Íshafi og suður eftir öllu Atlantshafi. Flekarnir reka hægt og rólega frá hver öðrum svo svæðið er óumflýjanlega fullt af sprungum en þarna sá ég hvað brotnir hlutir geta verið fallegir. Þegar ég gekk í gegnum skjálftasprunguna sem markar landamæri tveggja heimsálfa fann ég svo sterkt fyrir góðvild ókunnugra, hvaðan sem úr heiminum þau komu. Þarna var maður frá Kína og kona frá Finnlandi sem buðust til að leiða mig svo ég kæmist gönguna á enda þegar ég var við það að lamast úr hræðslu þrátt fyrir að vera í skóm með mannbroddum. Getty/Smith Collection Fararstjórinn reyndist mér sömuleiðis vel en hann stappaði stöðugt í mig stálinu og síendurtók, „Þú getur þetta“. Ég einbeitti mér að því að setja einn fót fram fyrir hinn og mér fannst ég stækka með hverju skrefinu sem ég tók. Orðin hans ómuðu í höfðinu á mér, „Þú getur þetta“. Þegar við mættum síðan íslenska mosanum sem lifir af í þessari óvægu náttúru landsins leið mér eins og ég hefði sigrað sjálfa mig. Fjöllin færðu mér frið Anitu fannst ógjörningur að heimsækja ekki slysstaðinn á meðan á dvöl hennar stóð og lagði líka leið sína á hótelið þar sem hún dvaldi fyrstu nóttina í fyrri ferð sinni. Hótelstýran þar hafði reynst henni gríðarlega vel og hún vildi þakka fyrir sig. „Ég gisti á sannkölluðum gimsteini, Hótel Laxnesi. Anna hótelstýra tók afskaplega vel á móti mér og bara það eitt að horfa út um herbergisgluggann með útsýni yfir þessi snævi þöktu fjöll færðu mér frið.“ Anita talar líka um að sund hafi hjálpað sér í bataferlinu. „Sky Lagoon sem lekur út sem óendanleikalaug út í Norður-Atlandshafið var sömuleiðis ákveðinn hápunktur ferðarinnar. Ég heimsótti lónið sem er í senn nútímalegt og hefðbundið, innblásið af sögulegum torfbyggingum, með hótelstýrunni Önnu. Eftir tilheyrandi líkamsskrúbba sötruðum við dýrindis drykki undir tunglsljósinu og fögnuðum því að vera á lífi. Nokkrum dögum síðar baðaði ég mig svo líka í hinu goðsagnarkennda Bláa lóni sem er umkringt fjöllum og hraunbreiðum á Reykjanesskaga. Gekk í gegnum gljúfur og starði niður gíga Sund í íslenskum náttúrulaugum er eitthvað það dásamlegasta sem ég hef upplifað og ég hreinlega fann sársaukann í handleggnum seytla út í vötnin. Ég get ekki beðið eftir að upplifa Ísland að sumri til og baða mig í miðnætursólinni. Endurkoma mín til Íslands varð til þess að mér fannst við hafa svo mikið að læra af einu af umhverfisvænstu löndum jarðarinnar um hvernig megi lifa betur. Ég reyni að halda mér við það sem ég hef lært af íslenska orðatiltækinu „Þetta reddast“, því það mun allt ganga upp. Ég er sömuleiðis svo þakklát að ég lét ekki slysið mitt loka á upplifun mína af heiminum. Ég horfðist í augu við óttann, gekk í gegnum gljúfur og starði niður gíga. Ég heimsótti eldfjöll og glæsilega goshveri. Ég synti í náttúrulón undir stjörnubjörtum himni og í landi elds og ísa upplifði ég sanna endurfæðingu.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira