
Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni
Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin.