Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin. 30.12.2023 23:05
Valdamestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið. 26.12.2023 09:42
Íslenski Atlantshafslaxinn nærri útrýmingarhættu Íslenski Atlantshafslaxinn er nálægt því að vera í útrýmingarhættu, í fyrsta sinn, meðal annars vegna sjókvíaeldis. Þetta kemur fram á nýjum válista Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtakanna sem gefinn var út í vikunni. 16.12.2023 16:32
Evrópusambandið setur lög um gervigreind Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind. 10.12.2023 15:26
Tveir leyniþjónustumenn handteknir fyrir njósnir Tveir starfsmenn spænsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir fyrir að selja ríkisleyndarmál til Bandaríkjanna. Spánverjar hafa rekið tvo diplómata við bandaríska sendiráðið í Madrid úr landi. 10.12.2023 00:08
Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka. 3.12.2023 16:28
Meirihluti íbúa Katalóníu vill ekki sjálfstæði Áhugi Katalóníubúa á að lýsa yfir sjálfstæði og stofna sjálfstætt ríki fer þverrandi með degi hverjum. Mikill meirihluti ungs fólks vill að Katalónía verði áfram hluti af Spáni. Jóhann Hlíðar Harðarson 2.12.2023 18:01
Best að búa á Spáni Fólki sem flyst til annarra landa finnst best að búa á Spáni. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á meðal fólks sem vinnur og starfar fjarri heimalandi sínu. Spænskar borgir raða sér í þrjú efstu sætin. 26.11.2023 16:00
Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 20.11.2023 08:01
Á annað hundrað handtekin vegna barnaklámshrings Lögreglan á Spáni hefur handtekið 121 einstakling sem eru grunaðir um aðild að risastórum barnaklámshring. Þetta er ein stærsta aðgerð gegn barnaklámi í sögu Spánar. 19.11.2023 16:00