Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2023 16:28 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, sem vann kosningasigur á dögunum. EPA-EFE/LAURENS VAN PUTTEN Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka. Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum. Spánn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum.
Spánn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira