Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það ekki hafa verið af gleðilegu tilefni sem hún væri mætt á ríkisráðsfund. Hún kveðst ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni undanfarna mánuði. 23.3.2025 16:35
„Leitt að þetta skuli bera svona að“ Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni. 23.3.2025 15:54
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23.3.2025 14:05
Vilja breyta lögum um ökuskírteini Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri. 23.3.2025 13:49
Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir. 23.3.2025 12:24
Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa. 23.3.2025 11:36
Kvennaathvarfið á allra vörum Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. 23.3.2025 10:53
Leita áfram við Kirkjusand Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar. 23.3.2025 09:44
Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Slökkviliðinu gengur vel að ráða niðurlögum elds á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Mikinn reyk lagði yfir Hafnarfjörð vegna eldsins. 23.3.2025 09:21
Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu. 22.3.2025 17:35
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent