Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Íslendingar búi vel að því að eiga öflugt almannavarnakerfi, sem geti tekið á hvers kyns vá sem ber að höndum. Viðbragðsaðilar séu vakandi yfir öryggi á flugvellinum og hafi áður nýtt sér dróna. 26.9.2025 22:08
Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Jónína Brynjólfsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis ritara Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason lét af embættinu í dag, en kosið verður um nýjan ritara á miðstjórnarfundi flokksins 18. október. 26.9.2025 20:16
Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Gerður Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Fyrrverandi sveitarstjóri, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, hefur þegar lokið störfum og Gerður tekin við. 26.9.2025 18:53
Fyrirgefur morðingjanum Erika Kirk fyrirgefur manninum sem myrti eiginmann hennar. Kristur sjálfur hefði gert slíkt hið sama, sem og Charlie Kirk maður hennar heitinn. Hún segir að svarið við hatri sé ekki frekara hatur, heldur kærleikur og ást. 21.9.2025 23:11
„Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. 21.9.2025 22:53
Braust inn og stal bjórkútum Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. 21.9.2025 20:36
Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti um sexleytið í kvöld. Slökkvilið var með mikið viðbragð á svæðinu og réðu niðurlögum eldsins nokkuð hratt og örugglega. 21.9.2025 18:13
Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki. 21.9.2025 17:59
Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann eftir umferðarslys á fjórða tímanum við á gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Þjóðvegar 1 við Hvalfjarðargöng í dag. 21.9.2025 16:07
Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir. 21.9.2025 00:03