Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Við­brögð við hag­ræðingar­tillögum og stofnun varnar­mála­nefndar

Hægt væri að spara minnst sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs á næstu fjórum árum af farið verður eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Til þess þarf að sameina háskóla, söfn, lögregluembætti og dómstóla. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins bregst við tillögum í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fimm­tíu og fjórir sækja um stöðu þing­manns hjá borginni

Fimmtíu og fjórir sóttu um starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, en tólf drógu umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur var til 17. febrúar 2025. Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar, er í fimm ára leyfi frá starfinu.

Helga Rósa nýr for­maður Fíh

Helga Rósa Másdóttir hefur verið kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 28. febrúar og lauk í hádeginu í dag.

Segir líf­eyris­greiðslur skertar á fölskum for­sendum

Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, segir að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á fölskum forsendum. Skýringin hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en tölur sýni að það hafi ekki gerst.

Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs

Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda.

Bylgjan og FM957 liggja niðri

Útsendingar útvarpsstöðvanna Bylgjunnar og FM957 liggja niðri á höfuðborgarsvæðinu vegna bilunar í rafmagnsbúnaði. Unnið er að viðgerð.

Skjálfta­virkni fer vaxandi

Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum.

Vilja styrkja við­gerðir á sögu­frægum byggingum

Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum.

Kjarnorkukafbátur í Eyja­firði

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Báturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.

Sjá meira