Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Páfinn sendir frá sér til­kynningu

Frans páfi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna veikinda sinna. Þar segist hann hafa trú á meðferðinni sem hann nú hlýtur á sjúkrahúsi í Róm.

Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun öku­mannsins

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður.

„Minnstu loðnu­ver­tíð sögunnar að ljúka“

„Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag.

Rigningarveður í kortunum

Í nótt nálgaðist lægð landið sunnan úr hafi og býst Veðurstofan við því að hún muni stýra veðrinu í dag og á morgun.

Reyndist vera eftir­lýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld eða nótt ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessi maður reyndist vera eftirlýstur í öðru máli. Hann var vistaður í fangaklefa.

Sjá meira