„Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 25.8.2025 20:37
„Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu svokallað gerði afar lítið úr sínum þætti úr málinu. Hann sagði meðákærðu mála mun verri mynd af þætti hans en raunin væri. Hann væri einfaldlega ökumaður sem hefði ekki þorað að gera neitt af ótta við að verða sjálfur beittur ofbeldi. 25.8.2025 14:43
Tilgangurinn að ná í „easy money“ Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes. 25.8.2025 12:37
Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. 25.8.2025 11:28
Landsmenn allir harmi slegnir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 21.8.2025 22:28
„Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina, einu ári eftir að árásin átti sér stað. 21.8.2025 21:22
Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Bandaríski tónlistarmaðurinn Lil Nas X hefur verið handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi. Það mun hafa gerst eftir atvik þar sem hann sást ráfa lítið klæddur um götur Los Angeles-borgar. 21.8.2025 21:19
Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Halla Tómasdóttir forseti Íslands birtist í djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi sem Facebook-notendur geta nú séð sem auglýsingu á samfélagsmiðlinum. Þar heyrist Halla mæla með óljósum fjárfestingarkostum og segist ábyrgjast verðmæti fólks í þeim. 21.8.2025 19:00
Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. 21.8.2025 07:32
Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20.8.2025 21:33