Grunur um að fiskar úr landeldi hafi komist í sjó Í byrjun mánaðar varð strok laxfiska úr landeldisstöð Háafells á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 27.9.2024 09:58
Sagður hafa nauðgað konu fyrir níu árum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun sem er sögð hafa átt sér stað þann 28. júní 2015, fyrir rúmum níu árum síðan. 27.9.2024 07:00
Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað. 26.9.2024 15:07
Varla komist í kast við lögin fyrr en hann flutti kókaín til landsins Albert Lleshi hefur hlotið tveggja ára og átta mánaða langan fangelsisdóm fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af kókaíni til landsins. 26.9.2024 14:10
Tuttugu lyklar í Árbæjarlaug horfnir Um tuttugu lyklar að skápum í karlaklefa Árbæjarlaugar er horfnir, en það er um fimmtungur lyklanna. Þetta staðfestir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðumaður Árbæjarlaugar, í samtali við fréttastofu. 26.9.2024 11:09
Kona ákærð fyrir stunguárás í Mosfellsbæ Kona hefur verið ákærð fyrir stunguárás sem á að hafa átt sér stað í íbúð í Mosfellsbæ um nótt í apríl 2021. 26.9.2024 08:03
Hálft ár frá ráninu í Hamraborg sem er enn óupplýst Í dag eru sex mánuðir síðan tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Málið er enn óupplýst. 25.9.2024 20:31
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25.9.2024 16:06
Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25.9.2024 15:43
Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. 25.9.2024 13:17